Samtíðin - 01.09.1937, Page 20
1(5
SAMTÍÐIN
Stanley
Niðurl.
III.
Lloyd George, sá maður, sem tal-
ið er, að unnið hafi sigur Bretlands
i Heimsstyrjöldinni frá pólitísku
sjónarmiði, valt úr forsætisráð-
lierrasessi liaustið 1921. Hann var
sá fyrsti í fylkingu þeirra stór-
menna, sem féll fyrir Stanley Bald-
win á leið lians til æðstu pólitískra
valda í Bretlandi. Sá síðasti, sem
féll fyrir Baldwin, var sjálfur kon-
ungurinn, Játvarður YIII.
Frægustu íhaldsráðlierrarnir frá
1921, þeir Austen Chamberlain, Bal-
four lávarður, Birkenhead lávarð-
ur, Sir Roberl Horne og Winston
Ghurchill, (sem þá var raunar
frjálslyndra megin), höfðu þegar á
átti að herða, fylgt Lloyd George
að málum. Þeir féllu þar af leið-
andi ásamt honum. Þar með var
þeim í bili úr vegi rutt. Bonar Law
varð nú forsætisráðherra, en Bald-
win var gerður að fjármálaráð-
herra. Það merkasta, sem liann
gerði i þeirri stöðu, var samningur
hans við Ameriku um skuldir Kng-
lands. Baldwin leit þannig á, að
ekki kæmi annað til mála, en að
Englendingar greiddu allar skuldir
sínar; það hafði fyrirtækið Bald-
win Ltd. altaf gerl. Og i fullu sam-
ræmi við þá skoðun sína, kom hann
nú heim úr leiðangri sinum með
samning, sem hafði þau áhrif, að
Bonar Law varð agndofa af skelf-
ingu. Taldist forsætisráðherra svo
Baldwin
tií, að samningurinn mundi hafa
það í lor með sér, að hreska þjóð-
in vrði um heilan mannsaldur að
minka neyslu síua á flestmn svið-
um að verulegu leyti. Baldwin þótt-
ist nú-sjá fram á, að hann mundi
missa emhætti sitt. íhaldsblöðin
réðust vitanlega á hann af mikilli
lieift. En Bonar Law hélt hlífiskildi
yfir ráðherra sínum, og hættan leið
hjá eins og hvert annað þrumu-
veður.
Arið 1923 varð Bonar Law að
hætta stjórmnálastarfsemi vegna
heiluhrests. Allir töldu vist, að Cur-
zon lávarður, sem þá var utanríkis-
ráðherra, mundi verða forsætisráð-
herra eftir hanh. En hæði verka-
manriaflokkurinn, sem þá var
stærsti andstöðuflokkur stjórnar-
innar, og konungur voru honum
andstæðir. Baldwin varð fyrir val-
inu. Curzon lávarður fór, að sögn.
að gráta, er hann frétti um þessa
ráðstöfun. Honum var gersamlega
ofvaxið að skilja, hvernig óreynd-
ur maður, sem ekki hefði neitt sér-
stakl til síns ágætis, og ekki væri
einu sinni kunn persóna, eins og
hann orðaði það, gæti orðið for-
sætisráðherra i Englandi. En Cur-
zon var Báldwin þó hlýðinn og auð-
sveipur og hauðst til að verða utan-
rikisráðherra hjá honum framveg-
is. Er Baldwin myndaði ráðuneyti
í næsta sinn, vék hann Curzon til
hliðar og gerði í þess stað Austen
Chamberlain að utanríkisráðherra.