Samtíðin - 01.09.1937, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.09.1937, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN ihaldsflokknum enska og koma fulltrúum verkamannaflokksins til valda. En það, sem stjórnmálamað- urinn Baldwin lagði i rúst, liresti prívatmaðurinn Baldwin furðu fljótt við á ný. Hann stóð altaf jafn hrekklaus frammi fyrir fylgis- mönnum sínum, og það fenti furðu fljótt í sporin. Auk þess tóku for- lögin liér í taumana og fólu Bald- win að mynda nýtt ráðuneyti, sem sat frá 1924—1929. Og ennþá tók hið stóra pólitiska harn til máls og mælti með sömu hreinskilninni og 1921 og ’23: — Það er sjaldan, að forsjónin ljær sama manninum tækifæri tvisvar! Störf ráðuneytis Baldwins frá 1924—’29 urðn mönnum sár von- brigði. Langmerkasta afrekið var Locarno-samningurinn, sem lægði ólguna í Evrópu um nokkurt skeið. En Baldwin revndist ekki nægur stjórnmálamaður. Hann lét málin ráðast, en megnaði ekki að stýra rás hinna pólitisku viðhurða. Hin póli- tíska braut þessa einlynda manns lá í eintómum hlykkjum eftir því, sem viðfangsefnin ryktu i hann. Hér fór sem oftar, að heiðarlegur maður og dugandi stjórnmálamað- ur er sitt hvað. Hin karlmannlega breska ró varð hér að lesti. Bald- win hafði ekki vit á að hætta leikn- um nógu snemma og ganga til kosn- inga á réttum tima. Var hann of heiðarlegur maður, til þess að ganga til kosninga með ósannar forsend- ur og látast vilja fá um þær þjóðar- atkvæði? Um það skal ekkert full- yrt. En hitt er vist, að Baldwin sat, meðan sætt var, dró kosningar til siðasta augnabliks og féll eftir- minnilega fyrir verkamannaflokkn- um, sein nú fól MacDonald að mynda ráðuneyti í annað sinn. Bresku ihaldsmennirnir voru orðn- ir þreyttir á Baldwin. Hann var of líkur þeim sjálfum, í þeim skiln- ingi sem síst átti við ólgu eftir- stríðsáranna. Var nú nokkur von til þess, að liinn aldurhnigni hægrimaður ætti sér enn uppreistar von sem forsæt- isráðherra á glærís stjórnmálanna? Var líklegt, að forsjónin gæfi hon- um „chance“ í þriðja sinn, eins og liann mundi sjálfur liafa orðað það? I stjórnmálum gerast margir furðulegir lilutir, og skvldi enginn maður fortaka neitt á þeim vett- vangi. Baldwin var mesti afbragðs- maður; það vissu allir. Hann var hvorki meira né minna en sá mað- ur, sem enski ihaldsflokkurinn treysti hest til þess að vaka yfir velferð Breta, er lieimskreppan var skollin á. í þetta sinn var það krepp- an, sem á vfirborðinu lyfti Baldwin upp í ráðuneyti MacDonalds. En undir niðri réð vitanlega hið hreska auðvald öllu um þetta, Fjármála- vitið og mátturinn, sem stafar frá hinni frjóu hresku mold, tveir sterk- ustu þættirnir i fari Baldwins sjálfs, vildu i raun og sannleika engin mök eiga við MacDonald. Og þó að hann fengi að nafninu til að heita skip- stjóri i þjóðstjórninni, réð 1. stýri- maður, Stanlej' Baldwin, þar mestu. Nú hefst siðasti, en lang-glæsileg- asti þáttnrinn i stjórnmálasögu Baldwins, sem hér verður þó ekki rakinn nema að litlu leyti. Þessi

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.