Samtíðin - 01.03.1940, Qupperneq 7

Samtíðin - 01.03.1940, Qupperneq 7
SAMTiÐIN Mars 1940 Nr. 60 7. árg. 2. hefti. HERBERT N. CASSON, hinn snjalli, breski rithöfundur, skrifaði fyrir nokkru eftirfarandi grein í tímarit sitt, „The Efficiency Magazine": Nýlega dreymdi mig, að ég væri kom- inn til Framtíðarlandsins. Tók ég þá eft- ir því, er ég leit á almanakið, að það var komið fram á árið 1988. Ég sá þarna hóp af glaðlegum körlum og konum, sem gengu inn í stóran sal. Áletrun utan á húsinu bar vott um, að þar átti að halda hið árlega starfsráðsþing verkamanna. Ég sagði dyraverðinum, að ég væri hingað kominn sem gestur frá horfinni öld og spurði, hvort ég mætti koma inn. „Guð- velkomið“, svaraði hann. „Við eigum okk- ur bá ósk heitasta, að alt fólk frá liðn- um öldum mætti vera sjónarvottar að því, sem við ætlum að gera í dag.“ Uppi á ræðupallinum var hópur manna, en tveir i hópnum voru bersýnilega aðkomumenn. Þeir sátu sinn hvorum megin við forseta fundarins. „Hverjir eru þessir tveir gest- Jr?“ spurði ég manninn, sem hjá mér sat. „Annar þeirra er forseti Ivaupsýslumanna- félagsins, en hinn er forseti Félags aug- lýsenda,“ svaraði hann. Því næst reis for- seti fundarins úr sæti sínu og mælti: „Félagar! í dag ætlum við að gera skyldu okkar, sem helsti lengi hefir dregist að framkvæma. Við, sem erum fulltrúar verkamanna, stöndum í mikilli þakkar- skuld við þá, sem hér eru mættir fyrir hönd þeirra, er selja og auglýsa í heim- inum. Hvers vegna? Jú, vegna þess, að það eru þeir, sem auka viðskiptin. En þar með auka þeir vitanlega jafnframt atvinnu fólksins. Þeir eru því okkar mestu vel- gjörðamenn. Mér er það alveg sérstök á- nægja, að afhenda forsetum Iíaupsýslu- mannafélagsins og Auglýsendafélagsins hvorum fyrir sig gullbikar.“ — Þegar ég gekk út úr salnum, mælti dyravörðurinn: >A iljið þér segja fólki hinnar liðnu aldar frá því, sem þér hafið séð hér og heyrt?“ „Það er ekki til neins,“ svaraði ég, „mér yrði ekki trúað.“ IÐ MERKA, FRAKKNESKA skáld, Jules Romains, segir á einum stað í ritum sínum eitthvað á þessa leið: „Andinn hafnar öllu einræði, jafnvel sínu eigin. Andinn vill ekki drotna yfir öðrum án samþykkis hans og ástsældar. Hann neyðir engan til þess að þegja og niðurlægir engan mann. Hann sviptir eng- an neinu. Áhrif hans skapast með geisla- orku. Og það, að varpa frá sér geislum, er á vissan liátt sama og að gefa öðrum. Það er að gefa án þess að fara í mann- greinarálit, velja þá úr„ sem gjafirnar eiga að þiggja, og án þess að bægja þar nokkr- um manni frá. Það, sem oss dreymir um, er frelsi, sem er gagnsýrt af anda, frelsi öllu mannkyninu til lianda, frelsi, sem er uppljómað af anda hinna bestu manna. Vér hötum ofbeldi, hvaðan sem það kem- ur. Sérhver styrjöld er oss fjandsamleg. Vér viljum frið meðal mannanna. Það er einmitt þetta, sem raddir voldugustu and- ans manna, er nokkru sinni hafa uppi verið hér á jörðu, hafa frætt oss um. En auk þess hefir reynslan sýnt og sann- að, að sérhver styrjöld hefir skilið eftir í valnum eina mikilfenglega veru, flak- andi í sárum. Sú vera er: andinn.“ Þessi spámannlegu orð hins heimsfræga frakkneska skálds eru að sjálfsögðu rituð áður en núverandi Evrópustyrjöld braust út. En vér skynjum í þeim aðsteðjandi ofurþunga þeirrar óvildar og mannfyrir- litningar, sem sett hefur svip sinn á ýms- ar stjórnmálaaðgerðir hér í álfu að und- anförnu. Og eins og nú standa sakir, eru ummæli skáldsins eins og hrópandans rödd til forkólfa þeirra, er halda Evrópu- þjóðunum í einni ægilegustu bóndabeygju, sem sögur fara af. Hvernig þeim bolatök- um linnir, veit enginn maður nú, en margt bendir til þess, að allóvæntir atburðir geti átt sér stað.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.