Samtíðin - 01.03.1940, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.03.1940, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN EDWIN BAIRD: SKULDASKIL-s™,»g, TIM McGUFFY hrossatamninga- maður rétti Karli Guilfoyle veitingamanni 100 sterlingspunda ávísun yfir drykkjarsöluborðið og' mælti: — Geymdu þessa ávísun fyrir mig, Kalli. Ég skal segja þér seinna, hvernig á henni stendur, en nú verð ég að flýta mér, svo ég nái í lest- ina, sem fer klukkan tíu. I sömu andránni og McGuffy skaust út úr dyrunum, vatt Jakoh Saxonstein ritstjóri sér inn í veit- ingastofuna. — Mér þykir sannarlega leilt að þurfa að rukka þig um þessa pen- inga, sem ég á lijá þér, sagði hann við veitingamanninn. — Og það, sem verra er, Jakob: Ég er alveg skítblanluir eins og stendur! svaraði veitingamaðurinn. — En sjáðu nú til, Karl. Hlust- aðu nú á það, sem ég' ætla að segja. Ég hlátt áfram verð að fá þessa peninga. Sullivan bíður eftir mér i skrifstofunni minni, og þú ættir nú að þekkja liann Sullivan. Ég skulda honum 100 sterlingspund, og ég lof- aði honum -— — Já, fjandinn hirði ótætið hann Sullivan! — En heyrðu nú, Karl! Hann get- ur stöðvað úlgáfu blaðsins fyrir mér. Ég sé, að þú þekkir ekki hann Sullivan. Og ég lofaði honum upp á mina æru og trú — Karl veitingamaður virti fyrir sér ávísunina, sem McGuffy liafði beð- ið hann fyrir. Hún var stiluð á McGuffy sjálfan, og hann hafði skrifað nafnið sitt á hakið á henni. Veitingamaðurinn greip símtólið og hringdi: — Er það Montrose? . .. Þetta er Karl. — Heyrðu Montrose, heldurðu, að þú gætir nú ekki horgað mér þessi 100 pund, sem ég á hjá þér . . . Agætt. Þakka þér fyrir, Mont- rose. Karl sneri sér að Jakobi: —Ég hefði nú ekki átt að gera þetta, Jakoh, en ég hýst ekki við, að það komi að sök. Hérna er á- vísun, sem hann Tim McGuffy af- henti mér rétl áðan. Jakob varð himinlifandi og sagði, að hver ávísun, sem kæmi frá McGuffy væri sér gulls ígildi. — Hann skildi liana eftir lijá mér, h’élt Karl áfram, — til þess að hún væri vel geymd. Sennilega hefur hann gert það, vegna þess að hann var búinn að skrifa nafnið sitt á bakið á henni. Fyrir bragðið er á- vísunin seljanleg. Nú ætla ég að árita hana líka, og svo getur þú sell hana. Þegar McGuffy kemur að vitja um hana, borga ég lionum þessi 100 sterlingspund í seðlum. Að svo mæltu skrifaði Karl nafnið sitt aftan á ávísunina, fyrir neðan nafn

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.