Samtíðin - 01.03.1940, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.03.1940, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN Mér finst ég vera nákvæmlega jafn bragðnæmur og meðan ég hafði fulla sjón. En hver veit nema sú skynjun eigi fyrir sér að aukast, þeg- ar ég er orðinn steinblindur. ESSI ÓVÆNTI þroski á öðrum skilningarvitum gerir ])að að verkum, þótt undarlegt kunni að virðast, að ]iað er að vissu leyti dá- samlegt að missa sjónina. Af þessu leiðir, að hlindir menn eru oft kátir og una glaðir við sitt. Ég var einu sinni heðinn að skrifa hlaðagrein um heimili hlindra harna. Ég kom þang- að dag nokkurn i hráslagaveðri seint í nóvembermánuði. Það fvrsta, sem ég heyrði, voru glaðlegar harna- raddir, köll og léttir hlátrar. Þess vegna datt mér í lnig, að ég hefði vilst. Þegar ég hringdi dyrabjöllunni, datt alt í dúnalogn. Mér var því næst boðið inn i sal, þar sem við mér blasti einhver sú dásamlegasta sjón, sem fyrir augu mín hefur borið: Þar voru inni meira en tveir tugir blindra harna að leik. Og þessi börn skemtu sér vel og nutu lífsins til furðulegrar hlítar. Þau Iieilsuðu mér gláðlega, og hver hópur um sig bauð mér að ger- ast þátttakandi í leik sinum. Mér varð þessi heimsókn ógleymanleg. Mörgum árum seinna hjó fjöl- skylda ein í sama liúsi og ég. Það voru foreldrar ásamt tveim börnum sínum, sem bæði voru blind að heita mátti. Þetta ár, sem hörnin áttu þarna heima, heyrði ég þau aldrei mæla æðruorð, og aldrei hörmuðu þau sér yfir hlutskipti síriu. Þau voru altaf glöð og' kát, þegar gestir komu. Ég furðaði mig á því, hve glað- lynd þessi systkin voru. Nú veit ég, hvernig á því stóð. Þó að þau gætu greint skil dags og nætur, sáu þau ekki muninn á hrosi og ygldum svip. Þau urðu heldur ekki vör við muninn á tötrum betlarans og dýrum klæðum auðmannsins. Þau vissu ekki, hvað öfund er. Ef enginn fvndi lil ])ess hvimleiða skaphrests, mundi öll gremja hverfa úr tilverunni. í þeirra veröld fanst ekkert nema það, sem fallegt var. Blinda þeirra afmiáði allar áhyggjur og öll elli- mörk. Þau skvnjuðu tilveruna gegn- um rósalituð gleraugu. Það er líkn hlindra manna. L í F I Ð Þó sumum finnist Hfið vera geýsilega glatt, er gleðin einatt tæmd í fáum „drömmum". — Þvi hamingjunni er lithlutað, ég segi ykkur satt, í senti- eða jafnvel millí-grömmum. Fyr en okkur varir eru fölnuð Hfsins blóm og fokin eins og sina út í geiminn. — En svo er þetta árans mas um útskúfun og dóm, svo engir þora að vera upp á heiminn. Víst er lifið áþekt og lítil barnabók, með býsna mörgum, hégómlegum sögum. — Og útkoman er dáfalleg, því drottinn gaf — og tók. Já, dapurt er að hlíta slíkum lögum. S. K. S t e i n d ó r s s o n. • Kæru áskrifendur, nær og fjær. Mun- ið, að Samtíðin á tilveru sína undir vinfesti yðar og skilsemi. Greiðið á- skriftargjald yðar fyrir 1940 (5 krón- ur) nú þegar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.