Samtíðin - 01.03.1940, Side 21
SAMTÍÐIN
17
John Gunther:
Maðurinn bak við byssur Kínverja
[Höf. þessarar greinar hefur nýlega
hlotið heimsfrægð fyrir hók, sem hann
hefur samið um stjórnmálaástandið í
Asíu. Ritstj.]
HIANG KAI-SHEK, liinn víð-
kunni yfirhershöfðingi og
stjórnmálaleiðtogi Kínverja, er
mörgum mönnum hin mesta ráð-
gáta. Hann heldur uppi stálhörðum
aga meðal sinna manna, en liins
vegar er hann sáttfús við óvini sína,
og mörgum, sem hann hefur tekið
i sált, hefur hann veitt atvinnu.
Hann heftir sameinað Kinverja (með
aðstoð Japana!) betur en nokkrum
öðrum manni hefur tekist það verk,
síðan sögur hófust. En tíu dapur-
legum árum varð hann þó að eyða
í harðvítuga haráttu við sina eigin
þjóð, áður en honum tækist að
safna henni í eina lieild. Hann er
alþýðuleiðtogi á horð við þá Musso-
lini og Stalin — en hann er talinn
lélegur stjórnmálamaður.
Chiang er sonur kaupmanns
nokkurs, sem verslaði í þorpi einu
i Kina. Hann er frekar smávaxinn,
en ber sig vel á velli, og lýsa hreyf-
mgar hans fjöri og yndisþokka.
Augu lians eru sérkennileg. Þau eru
dökkgrá, djúp, hvöss og ókyr. Svip-
Ur hans er hörkulegur og málróm-
orinn frekar þurlegur, en augnaráð
^ans lífgar hvort tveggja upp.
Hann rís snemma úr rekkju —
venjulega í dögun — og vinnur af
kappi fram til miðnættis. Hann
Chiang Kai-Shek
kann vel við að liggja endilangur
og vinnur alt það, sem hann má,
liggjandi á legubekk. Er hann lief-
ur lokið hádegisverði, sofnar hann
venjulega út frá són í gömlum og
lélegum grammófón. Uppáhaldslag
lians er Ave Marici eftir Schuberl.
Þegar gj-ammófónplatan, sem lagið
er á, er á enda, vita vinir Cliiangs,
sem eru í næsta herbergi við liann,
að hann muni vera sofnaður. Síð-
degis er hann jafnan vanur að verja
hálftíma til bænahalds eða til þess
að hugsa. Hann er maður bindind-
issamur og vanafastur í háttum sín-
um. Hvorki reykir hann né neytir
áfengra drykkja. Hann bragðar