Samtíðin - 01.03.1940, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.03.1940, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 af hektara. Næstn ár ræktaði ég korn á 1500—2000 fermetrum lands árlega. Arið 1933 sáði ég' korni í % lia. Það er lakasta kornræktarárið, sem komið hefir, siðan kornrækt var Iiafin aftur hér á landi, fyrir tæp- um tveimur áratugum. Náði kornið þá laklega þroska Iiér, en það voru hafrar og tvíraðað bygg, enda ekki sáð fyr en 12. maí. Þetta haust fékk ég nýja, ágæta þreskivél og mótor, sem knýr hana. Skilar hún korninu hreinsuðu í 3 flokka eftir stærð og þvngd. Vorið eftir reisti ég kornhlöðu, stein- stevpta, 8x19 m. að gólffleti, með steyptu gólfi og tveimur timburloft- um til korngeymslu. í henni er þreskivélin og mótorinn. Undan- farin tvö ár, eða síðan ég fékk þreskivélina og reisti kornhlöðuna, hefi ég aukið kornræktina, og voru akrarnir tæpar 9 dagsláttur sumar- ið 1938 og 10 dagsláttur síðastliðið sumar. 011 sumurin, síðan ég byrjaði á kornræktinni, hefir kornið náð góð- um þroska, að undanskildu sumr- inu 1937. En um uppskerumagnið var nokkur óvissa, þar til ég fékk þreskivélina. Árið 1938 voru hafr- ar í 5000 m2, og varð uppskeran 9 tn. hafrakorn, eða 18 tn. af ha., °g bygg var það ár i 22 þús. m2, og varð uppskeran um 30 tn. bygg- korn, eða tæpl. 14 tn. af ha. Bvgg- akurinn var nýbrotinn mói, en hafraakurinn var kornakur árið áð- ur. 1939 var kornuppskeran tæpar 50 tn. eða ca. 17 tn. af ha. að með- altali. Af ökrum þess árs var % nýbrotið land, sem gaf fremur litla uppskeru og lækka því meðaltölur heildaruppskerunnar. Hálmur hef- ir verið 40—50 hestburðir af ha. Er liann allgott fóður handa geldneyt- um og hrossum. Við jarðvinslu akr- anna liefi ég jafnan notað hesta og hestaverkfæri. Verður það ódýrasta vinnuaflið. Þó að margir kjósi nú að láta dráttarvélar vinna fjuúr sig jörðina, verða þær tæplega notað- ar við kornrækt, því að jarðvinslu þarf að vera lokið siðast í apríl- mánuði eða fyrst í maí, en þá er klaki oft ekki úr jörð. Auk þess eru dráttarvélarnar erlent afl (olían), en flestir bændur eiga nóg af hest- um til að vinna með jörðina, jafn- vel svo að hekturum skiptir. Af störfum minum við kornrækt- ina á undanförnum árum tel ég mig hafa ýmislegt lært, enda var þekk- ing mín á þeim af liarla skornum skamti, þegar ég byrjaði. Og þessi smávaxna kornrækl mín hefir sann- fært mig um það, að hér er um nýjan þátt landbúnaðarins að ræða, sem ekki er þýðingarminni en marg- ir aðrir þeirra, sem i heild skapa afkomu lians, ef vel er að kornrækt- inni búið. En kornræktin er nýjung hér á landi, og eru sifelt að koma fram við tilraunir nýjar aðferðir, sem auka uppskeruna og tryggja betur en áður fjárhagslegan rekst- ur kornyrkjunnar. Aðalþýðingu kornræktarinnar tel ég einkum vera þetta tvent: 1) Með því að taka kornrækt- ina inn i störf landbúnaðarins, skapast aðstaða til fjölbreyttari sáðskiptaræktunar, og þá um leið

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.