Samtíðin - 01.03.1940, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.03.1940, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 Nýjar la erlendar bækur J Svend Borberg: Synder og lielgen. Þetla er leikrit og f jallar um nýjan Don Juan, en ekki kvennabósann alræmda, heldur spænskan liöfð- ingja frá hlómaöld kaþólskunnar. Þessi persóna er ekki einungis gló- andi af ástríðum, heldur og heit- trúaður maður, syndari og e. k. dýrlingur í senn. Verð d. kr. 4.75. Johannes Buchholtz: Vanda Venzel. í skáldsögu þessari lætur liöf. að- alsögulietju sína, umkomulausa Khafnarstúlku, sem orðið hefir að vinna fyrir sér frá blautu harns- heini, segja dapnrlega ævisögu. Móðir liennar á liarn á hverju ári og deyr rúml. fertug. Faðir henn- ar, sem er múrari, lendir í fangelsi. Loks giftist Vanda Venzel rithöf- undi. Buchholtz sýnir lesendum sínum margt i þessari hók. Verð óh. d. kr. 6.75, ih. 12.50. Svend Fleuron: Familien Gravsen. Þelta er skáldsaga um hunda. Fleuron er áður kunnur fyrir dýrasögur sinar, og munu margir lesenda hans hlakka til að kvnnast þessari nýju bók. Verð ób. kr. 4.50, ib. kr. 9.50. Hans Kirk: De ny Tider. Þessi skáld- saga er framhald af bókinni Dag- lejere, sem áður hefir verið getið her í ritinu. Kirk leikur sér að því, eins og Hamsun, að tefla fram hersingum af sögulietjum, sem all- ar eru hráðlifandi. Hann er höf- undur fólksins, sem slitnað hefir úr jai’ðvegi sveilanna og lent í iðu- köstum horganna. Verkföll og alls- konar þjóðfélagsleg átök eru kjör- svið lians. 206 hls. Verð ób. d. kr. 7.75; ib. kr. 11.75. John Gunther: Bag Asiens Kulisser. Þessi hók er geysi-mikifenglegt verk, sem opnar oss Evrópumönn- um nýstárlegt útsýni yfir málefni Asíu. Höfundurinn hefir með ó- liemju elju og dugnaði viðað að sér efni víðsvegar að, og verulegur hluti hókarinnar byggist á viðtöl- um við ýmsa þá menn, sem nú ber liæst í stjórnmálum Asiu. 648 hls. Verð óh. d. kr. 9.75; ih. kr. 15.75. Stefan Zweig: Hjertets Utaalmodig- hed. Ilinn ágæti höfundur fjöl- margra snjallra ævisagna (m. a. ævisögu Marie Anloinette) hefir að þessu sinni sent frá sér hugðnæma ástarsögu, sem fjallar um austur- ríslcan hermann og bæklaða stúlku. Hér fer að vonum saman frábær mannþekking og ómótstæðileg frásagnargáfa. 349 hls. Verð óh. d. kr. 7.50 R. H. Bruce Lockhart: Kanoner eller Smör. Þetta er mjög athyglisverð og vel skrifuð bók, er hefir að einkunuarorðum liin frægu um- mæli Görings: „Fallbyssur munu gera okkur volduga, smjör mun aðeins fita okkur“. Bókin byggist m. a. á viðtölum við ýmsa kunn- ustu stjórnmálamenn Evrópu og lýsir ágætlega liinum pólitísku á- tökum í álfunni að undanförnu. 238 hls. Verð d. kr. 6,75.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.