Samtíðin - 01.03.1940, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.03.1940, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN möguleikar til ódýrari kartöflu- framleiðslu og stórum bættrar tún- ræktar. 2) Framleiðsla korns er mjög þýðingarmikil hér á landi, og eftir tilraunum og stórfeldari ræktun undanfarinna ára að dæma, virð- 'ist í flestum árum vera liægt að rækta hér litsæðiskorn lil kornrækt- ar og grænfóðurs, mest alt eða alt korn, sem þarf til hænsnafóðurs, bygg lil mölunar handa kúm, svín- um o. s. frv., og Iiafra til hafra- mjölsgerðar til manneldis. Að sjálfsögðu á það alllaugt i land, að ræklað verði liér korn til ofangreindra þarfa, en það er möguleiki, sem hiður íslenskra hænda. Og eftir minni reynslu að dæma, er hér ekki um neina fjár- hagslega áhættu að ræða, því að enda þótt ég hafi að mestu leyti haft kornyrkju mina til þessa i ný- hrotnu óræktarlándi og uppskera liafi því ekki orðið eins mikil og vænta má, þegar um ræktað akur- lendi er að ræða, þá hefir samt upp- skeran af kornökrunum — liorn og hálmur — gert betur en horgað all- an tilkostnað við ræktunina, en auk þess hefir jarðvegur akurlendisins batnað, og eru það aukin verðmæti fyrir áhrif ræktunarinnar. En öllum þeim, sem vilja hefja kornrækt, vil ég ráðleggja að byrja í smáum stíl. Margt af kornræktar- störfunum eru ný og óþekt vinnu- hrögð og því smærri, sem fyrstu verkefnin eru, þeim mun minni hætta er á mistökum. Vonandi fjölgar þeim bændum á næstu árum, sem vilja taka þátt i þessari nýju og þýðingarmiklu framleiðslu. Og þó að vantrúin á kornræktina sé enn almenn meðal íslendinga, verður hún að víkja fyrir veruleikanum, og hest verður húu kveðin niður með því, að allir, sem kornrækt stunda, vandi til hennar svo sem verða má. Mun þess þá varla mjög langt að bíða, að dálitinn akur megi sjá á hverjum hæ í hinum veðursælli sveitum landsins, sem árlega stækkar eftir því, sem þekking bænda á korn- ræktinni evkst, samfara ankinni reynslu. IV/TAÐUR EINN í New Mexieo, 1V± Victor Larsen að nafni, hefir valdið læknunnm þar í landi miklum heilahrotum. Svo er mál með vexti, að í hvert skipti, sem kona Larsens þessa eignast harn, verður hann sköllóttur. Þegar ekkert er um að vera á heimilinu, er Larsen hins veg- ar manna hárprúðastur. En það er eins og við manninn mælt, að ef hon- um fæðist barn, missir hann skyndi- lega mestalt hárið. Sú er þó bót í máli, að þegar harnið er orðið nokk- urra vikna, tekur hárið aftur að vaxa. Larsen á nú orðið f jögur börn, og hefir ])ar af leiðandi fjórum sinnum orðið hersköllóttur. Læknarnir standa undrandi gagnvart þessu fyr- irbrigði. • Munið verðlaun Samtíðarinnar, sem getið var í síðasta hefti. Vinnið til þeirra með því að útvega ritinu skil- vísa áskrifendur.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.