Samtíðin - 01.09.1940, Side 8

Samtíðin - 01.09.1940, Side 8
4 SAMTÍÐIN Viðskiptasamband vort við New York Viðtal við Halldjór Kjartansson stórkaupmann STYRJÖLDIN liefur beint versl- unarviðskiptum íslendinga að verulegu leyli vestur um haf. Rúm- um mánuði eftir að stríðið braust út, sendi Eimskipafélag Islands fyrsta skip sitt til New York. Meðal far- þega á ])vi var ungur kaupsýslumað- ur, Halldór Kjárfansson, sem hefur stofnað lieildsölufyrirtækið Elding Trading Company, er hæði hefur skrifstofur í Reykjavík og New York. Halldóri var, eins og flestum öðrum kaupsýslumönnum vorum, ljóst, að slríðið mundi óhjákvæmilega spilla ýmsum viðskiptasamhöndum, ís- lendinga, enda hefur slíkt komið á daginn. Samtíðin hefur spurt Halldór Kjartansson nokkurra spurninga varðandi liiria miklu viðskiptahorg vora, New York og verslunarvið- skipti vor við Bandarikin. Hvernig kom þér New York fyrir sjónir? -— Margir hafa séð myndir af þessari risavöxnu sjkýjakljúfaborg eða séð henni bregða fyrir í kvilc- myndum, en slíkt er vitanlega aðeins svipur bjá sjón. Þegar siglt er upp Hudsónfljótið, verður mönnum furðu starsýnt á hinar geysiháu byggingar á Manbattan, sem ekld eiga sirin Iíka austan megin Allants- hafsins. Eiffelturninn í París er 984 fet á hæð, en Empire State Building í New York, sem, er hæsti skýjakljúf- Halldór Kjartansson ur heimsins, er 1250 fela hár, eða 102 hæðir. I þessa risavöxnu bygg- ingu fóru 10 miljónir múrsteina, og veitir sú tala nokkra hugmynd um mikilleik hennar. I New York er alt gert til þess að konxa sem liæstum húsum fyrir á sem minstu landrými. Þess vegna hafa skýjaldjúfarnir skapast. En þegar fólk, svo að tug- um þúsunda skiptir, vinnur í einni verslunarbyggingu, leiðir af sjálfu sér, að umferð sé geysileg í New York. Svo er talið, að um 20 miljón- ir farmiða séu daglega keyptir með neðanjarðarlestum borgarínnar. Hvað fanst þér í fljótu bragði einna athygliverðast við lifnaðar-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.