Samtíðin - 01.04.1941, Qupperneq 9

Samtíðin - 01.04.1941, Qupperneq 9
SAMTlÐIN 5 færustu sérfræðinga. Þar eru breiðar götur, og eftir gangstéttunum endi- löngum eru gróðursettar raðir af reisilegum trjám. Öll bvggingarstarf- sem var licr háð byggingarsam- þykktum, og mikil rækt var lögð við að gera framhliðar húsanna sem fegurstar, þar sem hver gluggi í röð er jafnhátt frá jörðu. Þessir bæir eru eins og fullkomnir flatarmáls-upp- drættir, og enginn mátti reisa þar hús, sem bryti hið minnsla i hág við hið fullkomna skipulag bæjanna. Gott dæmi um þess konar bæi eru Karlsruhc í Þýzkalandi, Gliickstadt i Slésvík-Holtsetalandi (sem Kristján IV. Danakonungur lét reisa), Versal- ir og lielztu borgarhlutar Parísar i Frakklandi og Washington i Banda- ríkjunum. Þá má nefna þriðju bæjartegund- ina, sem er eins konar sambland af þeini tveim bæjargerðum, sem ég hef áður drepið á. í London er mið- haerinn t. d. byggður á miðaldavisu, en umhverfis hann eru yngri bæjar- hlutar, sem reistir hafa verið sam- kvæmt nákvæmu skipulagi. Sama niáli gegnir um Stokkhólm, þar sem elzti bæjarhlutinn „bærinn milli brúnna“ (Staden mellan ljroarna) er sköpunarverk miðalda-skipulagsleys- isins, en yngri bæjarhverfin eru reist samkvæmt nákvæmu skipulagi. SVip- uðu máli gegnir um Reykjavik, enda þótt elzti hluti hennar, miðbærinn, sé alls ekki frá miðöldum, heldui' niiklu yngri. Það, sem nú hefur verið talið, er allt og sumt, sem við Vestur- og Norður-Evrópumenn höfum við að stvðjast af bæjarskipulagi fortíðar- innar, þegar við reynum að skapa þess háttar borgir, er eiga að full- nægja kröfum nútímans. Eftir á að hyggja finnst reyndar því miður, bæði í Englandi og víðar, fjórða bæj- artegundin. Þar á ég við hinar miklu iðnaðarborgir jiessi nýtizku skuggahverfi — sem illu heilli hafa þotið upp skipulagslaust á 19. og 20. öldinni. Þess háttar fvrirbrigði finn- ast ekki á Norðurlönum, og því get- um við hlaupið vfir þau hér. Eg vil aðeins taka það fram, að þessar stóru verksmiðjuborgir eru þjóðfélags- vandamál, sem bíður úrlausnar. Hvað ber einkum að leggja á- berzlu á við sköpun nýtizku bæjar? Síðan um miðja lí). öld, er húsa- meistarar tóku að gera uppdrætti að hæjum frá sjónarmiðum, sem voru óháð fortíðinni, hefur menn deilt mjög á um tvennt: 1) Hvort Ieggja beri til grundvallar bæjarskipulag endurreisnartímabilsins með nútíma viðaukum, 2) hvort hverfa eigi frá skipulaginu, sem sumir telja ósam- rímanlegt mannlegri hentisemi og leggja beri mjóar og krókóttar götur um ný bæjarhverfi, sem ætla megi, að.henti mönnum vel. — Þessi tvö sjónarmið hafa að vísu breytzt all- mjög, frá því er þau voru fyrst sett fram, en þó ber fylgjendum þeirra enn mjög á milli. Nú vill annar aðil- inn, að allir búi i smá-íbúðum i vold- ugum skýjakljúfum, er reistir séu i skipulegum stórborgahverfum, þar sem ekkert er liirt úin sérkröfur ein- staklinganna. Hér rikir sama sjónar- mið og hjá Hausmann baróiii er hann gerði uppdrátt sinn að lrinum frægu strikbeinu breið.strætum’ •geghúm

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.