Samtíðin - 01.04.1941, Side 15
SAMTÍÐIN
II
H. CURRAN YFIRDÓMARI:
Maður frá Virginíu —
HANN VAR eins og hver annar
umrenningur og liafði verið
tekinn fastur, þar sem liann lá sof-
andi á bekk ásamt tveim öðrum ná-
ungum af sama tagi. Lögregluþjónn-
inn, sem'fann þá, ákærði þá alla fyr-
ir ósiðsamlega breytni og dró þá fyr-
ii’ lög og dóm.
Þegar þeir stóðu andspænis mcr
og játuðu sekt sína liver á fætur öðr-
um, virtist mér tveir þeirra vera úr
liópi alkunnra vandræða-gemlinga í
New York. Þeir voru háðir undir á-
hrifum víns. En þann þriðja þekkti
ég ekki. Við tókum fingraför þeirra.
Eins og ég hafði gizkað á, voru
tveir þessara manna alkunnir um-
renningar, og hlutu þeir dóm sam-
kvæmt þvi, sem efni stóðu til. Því
uæst sneri eg mér að þeim þriðja,
sem alls ekkert var kunnugt um.
Hann var hár maður, órakaður,
geysilega óhreinn og illa til reika, en
yngi-i en hinir flækingarnir. Hann
horfði stöðugt niður fvrir sig.
— Lítið þér framan í mig, sagði
ég-
— Já, dómari. Hann talaði með
haaversklegum raddblæ. Hin dökku
augu hans voru vingjarnleg o’g spyrj-
undi, þegar hann leit upp. Svo virtist
hann allt í einu hafa öðlazt hugrekki,
og hann brosti, rétt eins og við vær-
um að gera að gamni okkar.
Eru þelta umbúðir, sem þér
eruð með um hendurnar? spurði ég.
Já, dómari.
Umbúðirnar voru eins óhreinar og
hendur hans.
Til hvers eru þær? spurði ég'.
- Ég veit það ekki, dómari. —
Það er farið að grafa undir þeim.
Mig verkjar undan þeim.
- Hvenær voru þær látnar á
hendurnar á yður?
— Ég lield, að það sé mánuður
síðan.
- En af bverju bafið þér ekki
látið skipta um umbúðir?
Ég veit það ekki. — Gerir það
nokkuð til?
— Hvaðan eruð þér?
- Frá Virginíu. Hann brosti und-
arlega og' dálítið afsakandi.
— Og þér ei'iið algerlega félaus?
Eigið þér engan að, og hafið þér ekk-
ert að gera?
— Nei, dómari — og — ég hef
ekkert að borða. Bros færðist yfir
andlit hans, en því næst virtist eins
og liann ætlaði að hníga niður. Lög-
regluþjónninn greip yfir um hann, til
þess að verja hann falli.
- Þetta er ekki venjulegur um-
renningur, yðar hágöfgi, mælti lög-
regluþjónninn. - Hann er algerlega
ódrukkinn og hefur ekkert gerl fyr-
ir sér — er aðeins svangur. En mað-
urinn er fárveikur.
Dómurinn var kveðinn upp þegar
í stað. Samkvæmt honum skyldi
flækingurinn dveljast í 20 daga á