Samtíðin - 01.02.1942, Qupperneq 7

Samtíðin - 01.02.1942, Qupperneq 7
SAMTIÐIN Febrúar 1942 Nr. 79 9. árg., 1. hefti MANNKYNIÐ hefur löngum óskað sér þess, að það gæti varðveitt æsku sína og varizt andlegum og líkamlegum ellimörkum. I norrænni goðafræði er get- ið um ásynjuna Iðunni. Hún var kona ás- arins Braga, og liét bústaður liennar Brunnakur. Iðunn varðveitti epli þau, er goðin skyldu bíta í, þegar þau lóku að eldast. Urðu þau þá aftur ung. — Slíkan æskugjafa sem þessi epli hefur mannkyn- ið orðið að fara á mis við allar þær mörgu aldir, sem það hefur hafzt við hér á jörðu. Menn hafa horft á jörðina yngjast upp á hverju vori með nýjum gróðri, horft á óumbreytanleik æskustöðva sinna, en sjálfir hafa þeir þokazt miskunnarlaust í áttina til hrörnunar og dauða. Maður, sem er kornungur í dag, er hættur að vaxa eftir tiltölulega stuttan líma. Siðan virðist okkur hann standa í stað og vera nokkurn veginn óbreyttur um all-langt skeið, el' ekkert verulegt bjátar á, en að því loknu gerist hann gamall, ef honum á annað borð endist aldur til að heilsa upp á ellina. Nú hafa tveir amerískir vísindamenn, dr. Claus Unna og dr. Alfred H. Free, komizt að raun um, að með því að fóðra rottur á vissum bætiefnum eða málmefn- um, má koma algerlega í veg fyrir, að þær verði gráhærðar. En einnig hafa þeir gert tilraunir á gráhærðum rottum með þeim árangri, að hár þeirra öðlaðist æsku- lit sinn á ný. Hins vegar liafa þessar til- raunir enn ekki verið gerðar á fólki, en líklegt má þykja, að þær mundu hafa sömu áhrif á hár þess. Sögur, sem ekki liafa hlotið staðfest- ingu, eru þó komnar á kreik vestra, og herma þær, að þessi bætiefni gegn gráum hárum hafi verið gefin fólki, svo að lítið bar á. Arangurinn varð m.a. sá, að á sköllóttu höfði tók eftir tiltölulega stutt- an tíma að vaxa mikið dökkt hár! Þá segir sagan, að vísindakona ein, sem tók að neyta þessara bætiefna, hafi brátt orð- ið þess vör, að hár hennar, sem mjög var tekið að grána, fór að dökkna á ný. Og önnur kona, sem neytti bætiefnanna sér til heilsubótar, varð ekki einungis alheil, heldur öðlaðist hár hennar aftur æsku- litinn. Ef svo væri, að hærur stæðu í sambandi við mataræði fólks, hlýtur sú spurning að vakna, hvers vegna svo margir, er að staðaldri neyta bætiefnaríkrar fæðu, skuli vera hvítir fyrir hærum. Hér er því til að svara, að hærur geta orsakazt af því, að vissar sellur hætta að starfa. Þessar sellur skortir nægilegt súrefni. Það er ekki víst, að lömun sellanna orsakist af bæti- efnaskorti, en hins vegar getur neyzla vissrar bætiefnaríkrar fæðu haft örvandi áhrif á þær og knúið þær til starfs á ný. Þegar á það er litið, að vitað er, að B- bætiefni örvar mjög súrefnisvinnslu sell- anna, verður framangreind frásögn skilj- anlegri. Má búast við, að margan þann mann, sem orðinn er gráhærður og sköll- óttur fyrir aldur fram, fýsi að kynnast þeim bætiefnasamböndum af eigin reynd, er veita honum á ný sams konar hárafar og hann hafði í æsku eða ef til vill miklu glæsilegra. Mun þessari uppgötvun vænt- anlega verða fylgt með mikilli athygli, ef hún reynist svo sem sögur fara af. * SAMTIÐIN óskar öllum sínum fjölmörgu lesendum um gervallt ísland farsæls árs. Oss er það sérstakt gleðiefni að geta í ár boðið lesendum vorum betra og fjöl- breyttara lesmál en nokkuru sinni fyrr. I ritinu munu birtast bráðsnjallar smá- sögur og margháttaðar greinar, þýddar og frumsamdar, auk fjölda mynda, skopsagna og bókafregna. Vinsamlegast lesið orð- sendingu til lesenda vorra á bls. 6.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.