Samtíðin - 01.02.1942, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.02.1942, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 Ég skil hana ekki, því að hún hef- ur svo oft verið ein með honum áð- 'ir. Hann hughreystir hana: — Vertu ekki með þessa vitleysu, elskan mín. Hann getur ekkert gert þér. Ég heyri, að rödd lians er ekki alveg laus við hræðslu. Þó reynir hann að bera sig karhnannlega. Skrifstofumenn eru vist aldrei nein- ar sérstakar hetjur. — Ég þori ekki að vera hér ein i nótt, segir hún. — Ég verð hjá þér, segir liann, og karlmennska hans eykst. Hún rekur upp niðurbælt hljóð, og ég veit, að hún lekur heljartaki um handlegg hans. — Hvað, hvað er þetta? spyr hann, og karlmennska hans hverfur á ný. — Heyrðirðu ekki? Rödd hennar skelfur. Það er stutt þögn, því að þau halda niðri í sér andanum. —Nei, segir hann. — Ég verð brjáluð, segir hún. — Hvaða vitleysa, segir skrifstofu- maðurinn. — Ég veit ekkert óhuggulegra en dautt fólk, segir hún. — Hugsaðu þér. Hann stendur uppi, þarna liinum megin við þilið. Stendnr uppi og starir hálfopnum, hrostnum auguni upp í loftið. Það er bara þunnur veggurinn á milli okkar. Næfurþunnur veggurinn. Það grípur mig einhver órói. Það er eitthvað dularfullt við þetta, sem fellur mér ekki í geð. Hvern eru þau að tala um? Hver er þessi ókunni, dauði maður, sem stendur uppi hin- um megin við þilið? Við erum bara ein, sem búum hér uppi á efsta lofti, ég og stúlkan utan af landi. Ónotaleg- ar grunsemdir taka að vakna í brjósti mér. En ég kæfi þær í fæðingunni. Slíkt getur ekki komið lil nokkurra mála. Ég rek upp skellihlátur, hlæ að mínum heimskulegu hugsunum. — Jesús minn góður. Heyrðirðu? Hann hló! Hún er viti sínu fjær af hræðslu. — Við skulum koma héðan. Ég vil heldur ganga á götunni alla nóttina en vera hér stundinni lengur. — Já, segir hann. Þau fara hljóðlega út, skrifstofu- maðurinn og stúlkan, sem bjó hinum megin við þilið. Þau flýta sér niður stigann og skella aftur útidyrahurð- inni. Svo er allt svo undur liljótt, grafkyrrt. Ég ligg einn eftir — eða stend uppi, eins og stúlkan orðaði það. Dómarinn: — Þér briituð þessa sápuskál, með þvi að henda henni í höfuðið á óvini yðar. —- Já, en ég gerði það óviljandi. —• Nú, œtluðuð þér ekki að henda henni í höfuðið á honum? — Jú, en ég ætlaði ekki að brjóta skálina. — Afsakið, höfum við elcki hitzt í Kanada? — Nei, þar hef ég aldrei komið. — Eg ekki heldur. En þá hljóta bara einhverjir aðrir tveir menn að hafa hitzt þar. Kennarinn: — Hver var Kristín drottning? Barnið: — Gréta Garbo.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.