Samtíðin - 01.02.1942, Qupperneq 9

Samtíðin - 01.02.1942, Qupperneq 9
SAMTlÐIN 5 okkar og annars staðar á Norður- löndum. í amerísku háskólunum má læra svo að segja alll milli himins og jarðar. Þætti sumt af því sjálfsagt síður en svo vísindalegt eða „akadem- iskt“ i Evrópu, t. d. líksmurning og hótelrekstur. Tvo kosti tel ég þó, að beztu amerísku háskólarnir hafi fram, yfir ])á sænsku: 1) Meiri kennslu- krafta og meira úrval viðfangsefna innan einstakra námsgreina. 2) Mildu nánara samstarf milli prófessora og þeirra stúdenta, sem langt eru komn- ir með nám silt. —Hvaða ameríska háskóla finnst þér, að íslenzkir stúdentar ætlu eink- um að sækja? — Það fer nokkuð eftir því, hvað þeir ætla að leggja stund á. Háskól- arnir hér veslra eru taldir misjafn- lega góðir í ýmsum sérgreinum. Kunnustu og mest virtu háskólarnir, eins og Harvard, Yale, Princeton, Colomhia og Cornell, krefjast allir hárra skólagjalda, eða um 400 doll- ara á ári. Hins vegar eru skólagjöld- in miklu lægri i rikisháskólunum, t. d. Minnesota-, Wisconsin- og Mich- iganháskólum, eða um 150—200 doll- arar árlega. Og margir þeirra skóla þykja ágætar menntastofnanir. Þar sem kostnaðarmismunurinn miðast oft við nafn skólanna eitþtel ég sjálf- sagt fyrir íslenzka stúdenta að leita til ríkisháskólanna, a. m. k. fvrstu ár- in. Dvalr.rkostnaður í mið- og vest- urríkjunum er lika allmiklu lægri en í austurríkjunum. — Ilvað er tilt um Minnesotahá- skólann og nám þitt þar? — Ég tók „Bachelor of Arts“ gráðu við þann háskóla s. 1. vor og les þar nú undir „Master of Arts“ próf, sem er einna líkast kandídatsprófi á Norð- urlöndum. Minnesotaháskólinn er næststærsti háskóli Bandaríkjanna. Þar eru skráðir um 15.000 stúdentar, og starfa þar 1000 kennarar. Fjár- lög háskólans eru næstum því fimm sinnum hærri en fjárlög islenzka rík- isins! Margir Yestur-íslendingar, m. a. öll sex hörn Gunnars Björnssonar, form. ríkisskattanefndarinnar í Minnesola, hafa útskrifazt úr þess- um skóla. Við landar, sem á eftir komum, njótum svo góðs af þeim góða orðstír, sem Vestur-íslendingar liafa getið sér þar. —- Ilvers konar félagsskap hafa stúdentar vestra með sér? — Slúdentafélögin þar mega heita óteljandi, allt frá „Hitch-hikers Club“ — fyrir stráka, sem spara sér stræt- isvagnafargjöld með því að fá að sitja í annarra manna bilum — og til hálfsofandi pólitískra félaga. „Frater- nitv“ fyrir pilta og „sorority“ fyrir stúlkur eru aðallega klúhbár fyrir ríkra manna hörn, sem stundum ganga í háskóla lil að leita að ýmsu öðru en menntun og menningu. Mjög algengt er, að stúdentar hér vestra vinni fyrir sér, meðan þeir ganga í skóla með því að þvo diska, bera á horð og annast hreingerningar. Eitt smeiginlegt áhugamál eiga all- ir ameriskir stúdentar sér, jafnt háir sem lágir, ríkir sem snauðir, lær- dómsmenn sem skussar, en það er taumlaus áhugi á knattspyrnu. Ame- ríski fótholtaleikurinn á furðu lílið skylt við knattspyrnuna okkar, held- ur likist hann miklu fremur eins lcon-

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.