Samtíðin - 01.02.1942, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.02.1942, Blaðsíða 16
íl SAMTÍÐIN og bar svip móður minnar sálugu. Lifið getur verið einkennilegt á stund - um. Þegar við mættumst, gengu þær svo nálægt mér, að barnið straukst við mig, og ég fann L’aimant-ilm leggja af móðurinni. Konan roðnaði og varð niðurlút, en telpan liorfði á mig bláum, forvitnislegum barnsaug- um. Já, þú varst forvitin, barnið mitt, en þú færð ekkert að vita. Þú ert svo ung, og það væri synd að varpa skugga á sólbjörtu æsluma þína. Ef til vill segir móðir þín þér lítið leynd- armál, þegar þú ert orðin stór, et' liún lifir manninn sinn.---------- Þegar þær voru komnar framhjá, nam ég staðar á götuhorni og horfði á eftir þeim. Telpan leit um öxl, en móðir hennar var enn þá niðurlút. Fingraför fortíðarinnar þvær enginn aí' sér. Svo hurfu þær sjónum min- um. Tvær konur á misjöfnum aldri. Móðir og dóttir. Þó að þetta væri nú í raun og veru afar litilfjörlegt atvik, þá hafði það ónolaleg áhrif á mig. Það stjakaði við því liðna, vakti minningar upp frá dauðum, sem mér voru kærastar gleymdar. Bláu aug- un barnsins brenndiu sig inn i ósjálf- stæða sál mína og fylgja mér nótt og dag. Nú ekur bifreið framhjá gluggan- um mínum, á leið vestur í bæinn. Bifreið, blaðin ungu, áhyggjulausu, lífsglöðu fólki, sem er i kvöldrænni stemningu og syngur við raust: „Mik- il lifandi, skelfileg ósköp er gaman að vera svolílið hífaður.“ Enn er alll í lagi, en gætið ykkar, gálausu, litlu viðvaningar. Sá tími kann að koma, að tvö forvitnisleg barnsaugu ein- blíni á ykkur út úr ótryggu myrkri mánninganna, spyrjandi og ásakandi. Svo heyri ég brothljóð. Ég heyri, að flösku er kastað á harða gang- stéllina, og hún fer í þúsund mola. Þá veit ég, að klukkan er tvö. Það er tón- skáldið, sem býr á neðstu hæðinni, sem kastar áfengisumbúðum sínum út um gluggann. Hann gerir það á- vallt klukkan tvö. f þvi einu sýnir hann óin-igðula stundvísi. Hann býr i berbergi, fullu af nótum og liálf- sömdum lögum. Hann er með sitt hár og er utan við sig. Tónskáld verða víst að vera utan við sig, ef fólk á að taka þau alvarlega. Hann drekkur einn og alltaf að næturlagi, svo að það eru fáir, sem vita af óreglu lians. Ég hef vitað þetta lengi. Það var garðyrkjumaðurinn, sem bjó hér i fyrra, sem sagði mér frá því í óspurð- um fréttum. En ég þegi yfir þessu, því að ég er sjálfur brot af lista- niaiini, Vanskapaður listamaður, og ég veit, að vínið er honum eins nauð- synlegt og döggin grasinu. Það lyftir sál iians í hærra veldi og gerir honum auðveldara að grípa hugmyndir sín- ar föstum tökum og slaðbinda þær. Sítt hár og vín á víst eitthvað skylt við listina. Nú er læðzt upp stigann og pískr- að frammi á ganginum. Það er skrif- slofumaðurinn og unga stúlkan, sem býr hinum megin við þilið. Þau hafa verið úti að skemmta sér, og kvöld- langir draumar þeirra munu rætast innan skamms. Ég heyri, að þau fara inn í herbergi hennar, og þau liafa óvenjulega lágt um sig. Forvitni mín vaknar, og ég legg við hlustirnar. Hún hvíslar: — Ég er svo agalega hrædd.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.