Samtíðin - 01.02.1942, Side 15
SAMTÍÐIN
11
HANS KLAUFI;
94. saga Samtíðarinnar
Hinum megin við þilið
t'-^ (t LIGG andvaka í rúminu mínu,
ug hráslagalegt regnið bylur
viðstöðulaust á glugganum. Mér er
ekki eins illa við neitt og regn. Það
minnir mig svo átakanlega á ömur-
Ieik mannlifsins, vekur hjá mér óróa
og rænir mig svefni.
Ég er i einliverju óvanalegu á-
standi, sem ég á svo örðugt með að
gera mér fulla grein fyrir. Annað
veifið finnst mér, að ég sofi, en þó
er mér ljóst, að ég vaki. Ég veit, að
það er nótt, því að herbergiskytran
min er full af myrkri, kolsvörtu,
geigvænlegu myrkri, sem umlykur
sál mína og fyllir bana kviða og
þunglyndi. Það er kalt inni hjá mér,
og ég verð þess var, að glugginn er
opinn, aldrei þessu vant. Ég sef ávallt
fyrir lokuðum glugga, því að taugar
mínar þola ekki kyrrlát Idjóð nætur-
innar. Þau hafa svo annarleg áhrif
á mig. Mig langar til j)ess að fara
fram, úr og loka glugganum, cn ég
hef ekki rænu á því.
Eg tek eftir því, að það er óvana-
Iega hljólt á miðhæðinni, og ég þyk-
isl því vita, að „Undrafoss“ liggi við
hafnargarðinn. Vélstjórinn á „Undra-
fossi“ sefur nú rólegum, draumlaus-
um svefni við hlið konu sinnar, sem
hefur andvara á sér, af ótta við að
nefna óviðkomandi nöfn upp úr
svefninum. Til þess að stvtta sér
þessa löngu nótt, telur hún dagana,
þar lil „Undrafoss“ leggur aftur úr
höfn. Skip, sem halda ekki áætlun,
geta valdið miklum óþægindum. Svo
hlusta ég eftir stúlkunni, sem býr
handan við þilið. Það er ung stúlka,
utan af landi. Ilún er lagleg fljótt á
litið, en tapar þokka sínum við nán-
ari athugun. Hún er trúlofuð lijól-
fættum skrifstofumanni, sem heim-
sækir h.ana reglulega tvisvar í viku
og færir hcnni smágjafir, undirföt og
sitkisokka, sem hann fær í heildsölu
e5a á enn ódýrari hátt. Elslcendurnir
pískra stundum langt fram á nótt,
og ég hef oft haft gaman af að hlusta
eftir skrafi þeirra, þó að ég viti, að
það er ljótt að liggja á lileri. Ást á
byrjunarstigi er oft heit, sérstaklega
þegar annar hvor elskendanna hefur
herbergi með sérinngangi. En í kvöld
heyri ég ekki þungan, ástríðufullan
andardrátt ungu stúlkunnar, sem býr
liinum megin við þilið, svo að ég
geri ráð fyrir, að hún sé ekki lieima.
Þegar ég hugsa um ástina, dettur
mér i hug smáatvik, sem kom fyrir
mig fyrir fáeinum dögum. Ég var á
tilgangslausu rölti niðri í bænum.
Þar mætli ég fjölda af fólki. Alls kon-
ar fólki. Ég gaf því engan gaum, því
að allt var það mér svo afar óvið-
komandi. Það lét mig óáreittan, og
það var mér fyrir mestu. En svo komu
þær. Tvær konur á misjöfnum aldri.
Móðir og.dóttir. Ivonan var lijúpuð
loðskinnskápu og bar vott striðsvel-
megunar. Telpan var tólf ára gömul