Samtíðin - 01.02.1942, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.02.1942, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN 1 þessu efni er það því álögukerfið og hin almenna, opinbera fjárstjórn, sem óbeinlínis verður til að hvetja al- menning til sóunar og ósparnaðar, Iivort sem almenningsálitið hefur þar að fullu rétt fvrir sér eða ekki. En vorkunn noklcur er ahnenningi, þótl hann daufheyrist nokkuð við öllu sparnaðarhjali, er álögukerfið gengur svo nærri, að menn þykjast sjá fram á, að því meira er af þeim tekið til opinherrar eyðslu, sem þeir leggja meir að sér um sparnað til eigin þarfa, brýnna eða miður brýnna. Að öllu samantöldu virðist þannig mega álíta, að með öllu sé óþarft að gera sér stórar áhyggjur út af því, hversu fjármunir vorir, innanlands sem utan, eru nú miklir. Miklu frenir ur má fjárhagsleg velgengni vor nú vera oss fagnaðarefni og öryggis. Þótt nokkur mistök fylgi um einstök atriði, svo sem óskynsamleg eyðsla á ýmsum sviðum. Hitt er fremur á- hyggjuefni, hversu verðhólgan rýrir gikli myntar vorrar, eða verðmiðils, en það er annað mál og utan við efni þessarar greinar. Frúin: — Það þarf að vökva þennan kaktns. Stúlkan: — Ég er nú vön að skgrpa á hann einn sinni í viku. Árið leið í alda skaut eins og notuð hlýja. Fram til lífsins beina braut byggi þér hið nýja. Jón halti: Ég er fæddur fram við sjó Eg er fæddur fram við sjó, þar sem bára á steinum stiklar. í stormum falla öldur miklar, rífa upp þang og þarakló. I>ar hefur margur beinin borið, böndin ástar sundur skorið, alda er reis, en óðar dó. Ægis gráta ei öldurnar yfir hærum dauðra vona. En góðra maka og merkra sona • geymist minning göfgunar. Og þeir, sem ekki glata og gleyma gullunum, sem þeir áttu heima, gráta yfir léttúð gleymskunnar. Lítill vildi verða stór. Lyfti byrði atltof ungur. Urðir tróð ég, hraun og klungur. Þungur baggi, þunnir skór. Uppgefinn því undir byrði, úti varð á heiði miðri. Því var það, að fór sem fór. Skáldalitir, skýjafar, Márinn flögrar fram til djúpa. Fannir ktetta og skerin hjúpa. Eitthvað fyrir eyra bar. Lítilsvirðing lágra sálna, er leggja á fólkið málið álna, og gull er lagt til grundvallar. Við skeljabrot ég skemmtun fann. Koma og fara kostir ára. Krappir hyljir milli bára. „Fár að stýra knerri kann.“ Heimska verður manni að meini, og margur á aðra kastar steini fyrir sama og sjálfur vann. Ég er fæddur fram við sjó. Þar eru minjar þúsund ára, og þar mun alltaf lítil bára hoppa um þang og þarakló. En þegar ég kveð, þá kyssi ég steina, kletta, útsker, sand og hleina, er skenktu mér af skeljum nóg.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.