Samtíðin - 01.02.1942, Blaðsíða 22
18
SAMTIÐIN
Leif Beckman :
Frægir njósnarar
[Þessi grein er íauslega þýdd úr sænsku
blaði, Hemmets Journal, sem gefið cr út
í Stokkhólmi. — Ritstj.]
ATHUGUM fyrst lauslega vinnu-
brög'ð nútíma leyniþjónustu.
Nokkrir liðsforingjar í herdeild G
ræða saman um bréf, sem þeim hefur
nýlega borizt frá umboðsmanni
þeirra í borginni X. Fyrir almenn-
ingssjónum er hér um venjulegt
verzlunarbréf að ræða, en sé það lesið
af réttum viðtakendum, er það sam-
anhangandi dulmál, sem skýrir frá
því, að miklar framkvæmdir séu
liafnar íX.Þar liafi nýlega verið reisl-
ir skálar handa 1200 verkamönnum,
og nú sé þangað kominn hópur verk-
fræðinga. Það er bersýnilega verið
að víggirða borgina.
Fjórum mánuðum seinna er vig-
girðingu þessarar borgar lokið, og
liðsforingjarnir í G hafa fvlgzt ná-
kvæmlega með öllu, sem þar hefur
gerzt, enda þótt þeir Iiafi hvergi
nærri komið. Þeir hafa fengið alla
sína vitneskju frá umboðsmönnum
sínum, stríðsnjósnurum, sem hafa
sent liðsforingjunum í dulmálsbréf-
um nákvæma skýrslu Um allt, sem
gerzt hefur: töluverkamannanna, teg-
und hyggingarefnis, hve mikið hafi
verið notað af liverri efnistegund
o. s. frv. Einnig fá liðsforingjarnir
að vila, hvað verkfræðingunum hafi
farið á milli, þegar þeir hafi setið að
sumbli í gildaskálum borgarinnar.
Ekki hefur gleymzt að geta vígbúnað-
arins þar, og njósnarinn Y í bæ, sem
er 300 mílur frá borginni X, hefur
líka sent liðsforingjunum í ofboð
sakleysislegu bréfi upplýsingar um,
að fluttar hafi verið lil X fjórar 14
þuml. fallbyssur. Upplýsingarnar eru
margvíslegar, og þær streyma til við-
takenda úr ýmsum áttum. Allmikið
af þessu er nú heldur lítils virði, en
þegar búið er að sálda fréttirnar og
hagræða því, sem að gagni má koma,
verður eftir allítarleg lýsing á vig-
girðingunum um X, og liðsforingj-
arnir í G vita upp á hár, hvers virði
þær eru og hvernig á að vinna þær
á sem hagkvæmastan hátt. Um slíkt
rikir ekki lengur neinn vafi í her-
húðum óvinanna.
Njósnarar hafa einnig það mikil-
væga hlutvei'k á hendi að skýra frá
háttalagi yfirmannanna i herliði ó-
vinanna, skoðunum þeirra, sérkenn-
um og örðugleikum, sem þeir kunna
að rata i. I sambandi við hið síðasl-
nefnda er ekki úr vegi að minnast
á Redl, hinn margumrædda hers-
höfðingja í Prag. Það var um það hil
þrem árum áður en heimsstyrjöldin
1014—18 skall á, að rússneska leyni-
þjónustan í Varsjá fékk bréf frá um-
boðsmanni sínum í Prag, sem þá var
í Austurríki. í bréfinu stóð, að Redl
hershöfðingi, formaður austurríska
herforingjaráðsins i Prag, hefði lent
í klónum á okurkörlum. Nú var ekki
beðið boðanna. Maður, sem er í fjár-
þröng, þarfnast vitanlega fyrst og
fremst peninga. Fyrir þá kann hann
að vilja vinna eitthvert smávegis við-
vik. Áður en varir er einn af njósn-
urum rússneslcu leyniþjónustunnar