Samtíðin - 01.02.1942, Side 10
6
SAMTIÐIN
ar samblandi af hesta-ati og hand-
knattleik. Knattspyrnu„stjörnurnar“
eru blátt áfram dýrlingar tivers tiá-
skóla. Um þá menn er meira rætt
og ritað en kvikmýndaleikara, og
veðhlaupahesta, og æfingastjórinn er
oft vinsælli, þekktari og betur laun-
aður en frægustu prófessorar og liá-
skólarektorar.
Að lokum segir Þórhatlur:
Ég vona, að námsferðir ís-
lenzkra stúdenta vestur um liaf séu
aðeins upphaf að löngu og farsælu
menningarsambandi milli íslands og
Ameríku.
Samtíðin vill taka undir þessa
ósk, og jafnframt viljum vér vona,
að tit þessara vesturfara veljist jafnan
góðir drengir og dugandi námsmenn.
Er það vel farið, að gáfaðir og glæsi-
legir stúdentar á borð við Þórhall Ás-
géirsson gerist brautryðjendur um
menntasókn liéðan í vesturveg.
Þegar hjónin höfðu verið viku
í sumarlegfi uppi í svéit, sagði mað-
urinn:
— Nú man ég allt i einn, að ég
gleymdi að skrúfa fyrir gasið í eld-
luisinu.
Vertu alveg rólegur, anzaði
konan. Það er engin hætta á ferð-
um, />ví ég gleymdi að skrúfa fyrir
kranann í baðherberginu.
„Diplómat" talar, þegar samvizka
hans skipar honum að þegja, og
þegir, þegar samvizkan skipar hon-
um að tala.
Jíd io.smd.GL
T-j ETTA PYRSTA hefti 9. árgang-s Sam-
tíðarinnar átti samkvæmt venju að
koma út 1. febr. s.l., en drátturinn á út-
komu l>ess hefur orsakazt af vinnustöðv-
uninni í prentsmiðjunni, er stóð í 41 dag
eða frá 1. jan.—10. febr. Vér munum gera
vort ítrasta til þess, að útkoma rilsins
komist sem allra fyrst í það horf, sem Sam-
tíðin fyrst allra íslenzkra tíma-
rita hefur skapað: að hvert
hefti komi jafnan út fyrsta dag
hvers útkomumánaðar.
Hið afarlága árgjald Samtíðarinnar, 5
k r ó n u r, var ákveðið löngu fyrir alla
þá dýrtíð, sem nú er orðin af völdum
gengislækkana og styrjaldar eða í ársbyrj-
un 1935. Síðan 1939 hafa flest íslenzk
blöð og tímarit önnur en Samtíðin stór-
hækkað í verði og hafa sum verið marg-
hækkuð. Er nú svo komið, að ekki er
nokkurt viðlit að gefa ritið út fyrir 5
krónur á ári, og þarfnast slíkt í raun og
veru engra skýringa. Síðan í stríðsbyrj-
un hefur pappírsverð margfaldazt, prent-
un stórhækkað og önnur útgjöld hækkað
eftir því. Hefur því vcrið ákveðið, að ár-
gjald Samtíðarinnar hækki frá s.l. ára-
mótum upp í kr. 10.00 og er slíkt í sjálfu
sér mjög lágt verð, miðað við útgáfu-
kostnað og núverandi verð á íslenzkum
bókum. Vandað verður til Samtíðarinnar
eftirleiðis eins og föng eru á og verður
í þeim efnum hvergi slakað á ströngustu
kröfum um efni ritsins, pappírsgæði og
frágang allan. Áskrifendum Samtíðarinnar
fjölgaði síðast Iiðið ár þrisvar sinnum
meira en á nokkru ári áður. Trúum vér
því, að ritinu muni á þessu ári bætast
fjöldi nýrra áhugasamra áskrifenda.
Hjálpið oss til að gera Samtíðina að
langsamlega víðlesnasta tímariti ís-
lendinga. Það takmark er áreiðanlega ekki
langt fram undan. Munið, að Samtíðin er
rit þeirra, sem nú hafa nóg við tímann
að gera og vilja helzt lesa stuttar og gagn-
orðar greinar.