Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 7
SAMTÍOIN September 1944 Nr. 105 11. árg., 7. heíti ÚTGEFANDI: SIGURÐUR SKÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32 EGAR HERRA Sveinn Björnsson var kjörinn ríkisstjóri í fyrsta sinn, 17. júní 1941, flutti hann mjög athygliverða ræðu og var skömmu síðar í hana vitn- að í ritstjórnargrein í þessu tímariti. — Þann 18. júní s.l. flutti forsetinn fyrir framan stjórnarráðshúsið í Reykjavík aðra ræðu, sem telja má afar tímabæra eins og málum er háttað hér á landi. Vill Samtíðin leyfa sér að taka upp nokkur orð úr þessari ræðu, til þess að þau megi einnig varðveitast hér í ritinu lesendum þess til athugunar í nútíð og framtíð. Forsetinn sagði m. a.: „Viðfangsefnin, sem vér verðum að glíma við á næstunni, verða auðvitað ekki talin í stuttu máli svo tæmandi sé. En þau eru að vmsu leyti svipuð þeim viðfangsefnum, sem margar aðrar þjóð- ir hafa þegar gert sér ljóst, að fyrir þeim liggi, og hafa búið sig undir að glíma við. Eins og kunnugt er, mæðir þungi styrj- aldarinnar ekki sízt á nágrannaþjóð vorri, Bretum. Þeir byggja eyland, eins og vér. Þeir verða því að fá talsvert af nauð- synjum sínum frá öðrum löndum og verða því að geta selt öðrum sem mest af fram- leiðslu sinni umfram eigin nauðsynjar. Hér má draga samlíkingar, sem eiga við hjá oss. En margt er þó ólíkt. Fyrir styrjöldina var Bretland talið mjög auðugt land, þar sem fjöldi manns gat veitt sér meiri lífsþægindi en vér höfurn nokkurn- tíma þekkt. Bretar hafa reynt að hegða sér eftir breyttum viðhorfum. Þeir hafa kunnað að breyta lífsvenjum sínum svo, að nú er hverjum þar í landi skammtaður biti úr hendi, bæði um mat og drykk, klæðnað og annað, sem talið er lífsnauð- synjar. Þeir hafa gert það upp við sig, að þessu verði að halda áfram að minnsta kosti nokkur ár eftir styrjöldina. Allir vinnufærir Bretar, karlar pg konur, vinna „með einni sál“ til þess að vinna styrjöld- ina og vinna friðinn á eftir. Þeir geta með stolti bent á þá staðreynd, að þjóðl þeirra hefur, þrátt fyrir tak- markaðra viðurværi en áður, bætt heilsu- far sitt á stríðsárunum frá því, sem áður var, og þó eru flestir sona þeirra. sem hraustastir eru líkamlega, á vígvöll- unum. Þeir hafa nú þegar allan hug á ráð- stöfunum til að auka og tryggja útflutn- ingsverzlun sína að styrjöldinni lokinni. Vér Islendingar tölum oft um það, í ræðu og riti, að land vort sé auðugt. En framandi mönnum, sem koma frá frjó- sömum löndum, mun ekki koma land vort svo fvrir, að það sé auðugt land. Og þó er það svo auðugt, að hér hefur hald- izt byggð um meira en þúsund ár, þrátt fyrir plágur og hörmungar, þrátt fyrir það, að oss hafi um margar aldir verið meinað að njóta ávaxta vinnu vorrar, og þrátt fyrir það rányrkjusnið, scm löng- um hefur verið á atvinnuháttum vorum, samanborið við ræktunarmenningu margra annarra þjóða. Ég held, að kalla mætti ísland auðugt land, ef vér gætum þess í sjálfstæðisbar- áttunni, sem er fram undan, að vinna öll án undantekningar með aukinni þckkingu og notfæra oss aukna tækni nútímans. Það er vinnan, framleiðslan, sem ríður baggamuninn um auð eða fátækt þjóð- anna. Fyrsta skilyrðið til þess að „vinna frið- inn“, að fengnum umráðum yfir öllum málum vorum, mætti því lýsa með þess- um orðum: Vinna og aukin þekk- i n g. Þess vegna ber að leggja mikið í sölurn- ar á þessu sviði. Öllum vinnufærum mönnum og konum verður að reyna að tryggja vinnu við þeirra hæfi og reyna að gefa þeim kost á aukinni þekkingu við

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.