Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 28

Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 28
24 SAMTlÐIN Bókarfregn Páll Ólafsson: Ljóðmæli, Gunnar Gunnarsson gaf út. Helgafell, Iíeykjavík 1944. NEMMA í sumar sendi Helga- fellsútgáfan frá sér bók, sem margir munu þrá að eignast, en það eru ljóðmæli Páls Ólafssonar. Að vísu er það ekki í fyrsta skipti á þessu lierrans ári, að Páll Ólafsson kemst í pressuna. Á síðastliðinni öld birtust ljóð tians í blöðum og timaritum og voru einnig prentuð í Snót (3. útg.). Nönnu, Sýnisbók íslenzkra bók- mennta á 19. öld og viðar. Um alda- mótin réðst Jón Ólafsson, bróðir Páls, í að gefa út heildarútgáfu af ljóðum Iians, og komu tvö bindi út, hið fyrra 1899, en hið síðara 1900. Þessi útgáfa varð eigi alls kostar vinsæl af ýmsum ástæðum. Röðun kvæðanna og vali var ábótavant. Hin leikandi léttu ljóð og hnittnu stökur Páls þurftu ekki á prentsvertu að halda til þess að ná út lil þjóðarinnar. Hún kunni svo mikið eftir Pál, að ófullkomin út- gáfa ljóða hans var henni ekki kær- komin. Gunnar skáld á Skriðuklaustri hef- ur annazt þessa útgáfu. Hann ritar formála uin skáldið og kvæði hans, velur kvæðin og raðar þeim betur en áður var gert. Páll Ólafsson, prestssonurinn frá Kolfreyjustað, og ljóðagerð hans á sér merka sögu. Hann er síðastur hinna sérkennilegu skálda, scm koma fram á Austfjörðum, eftir að séra Einar Sigurðsson flyzt í Eydali 1590. Á umbrotatímum siðskiptanna ger- PlROLA snyrtivöruverksmiðja h/f Hafnarhvoli. — Sími 2575. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 15, Reykjavík smíðar meðal annars: Þakrennur, allar stærðir og gerðir Þakglugga, allar stærðir og gerðir Olíukassa í báta og skip Benzingeyma í bíla og báta Loftrör, allar stærðir Lofttúður o. fl. Fljót afgreiðsla. Lágt verð. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 15, Reykjavík

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.