Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 13
SAMTEÐIN 9 þykktir og áætlanir, sem gerðar liafa verið um vinnuheimilið. En þess er að gæta, að hér er um að ræða stofn- un, sem einstæð er hér á landi. Um rekstur hennar og fvrirkomulag verður því að þreifa sig áfram fyrst í stað. Vinnuheimili hafa að vísu verið stofnuð víða i öðrum löndum, en árangurinn hefur orðið misjafn. í Ameríku, Englandi, Hollandi, So.v- étrikjunum og víðar eru til fvrir- myndar vinnuheimili og má efalaust læra margt af reynslu þeirra. Hvert er þá hlutverk þessara vinnuheimila, og hver er árangur þeirra ? Eins og áður hefur verið tekið fram og alkunnugt er, gela sjúkling- ar, sem brautskráðir eru af heilsu- liælum, sjaldan samið sig að háttum heilhrig'ðra manna sér að skaðlausu. En aðstæðurnar neyða þá oft og tið- um til þess. Og svo kemur afturkast- ið. Þeir lenda aftur inn á hælunum með hrörnandi heilsu. Það er að vísu svo, að afturkast getur alltaf komið, hve góð lifsskilyrði, sem sjúklingur á við að búa, en á hinu er enginn vafi, að þessum afturköstum má stórlega fækka og jafnframt trvggja áfram- haldandi hata með vinnuheimilum. Á þessu sviði liggur mikilvægi vinnu- heimilanna. Þau eru eins konar hrú milli heilsuhælanna og liins fullstarf- andi lífs úti á meðal fjöldans, auk þess sem þau eru athvarf fvrir þá, sem hafa langvarandi berlda, en nokkra vinnuorku og þurfa því eklci nauðsynlega að dveljast á venjulegu heilsuhæli. Við vinnuheimili S. í. B. S. eru bundnar miklar vonir. í brjóstvörn þjóðfélagsins gegn berklunum er Iiættulegt skarð. Það skarð á vinnu- heimilið að fylla. Þjóðin hefur verið óspör á fé til þessa fyrirtækis. Það er sannfæring okkar, sem að S. í. B. S. stöndum, að hún eigi eftir að fá þetta fé sitt endurgreitt, þótt á óhein- an liátt sé, með rentum og renturent- um. Ekkert er þjóðinni verðmætara en æska landsins, en eins og vitað er, sækja berklarnir fyrst og fremst þar að. Og ef telja má, að vinnuheimilið sé nauðsynlegur liður í þeirri sókn að reka berklana af höndum sér að fullu og öllu, þá skilst, hve mikið liagsmunamál hér er um að ræða fyrir þjóðina alla, frá livaða sjónar- miði sem á er litið. Nýlega fagnaði þjóðin endurreistu lýðveldi eftir nálega 70 ára erlenda yfirdrottnun. Þar með er sjálfstæð- isbaráttu okkar auðvitað ekki lokið. Hún mun halda áfram. Einn þýðing- armesti liðurinn í þeirri haráttu verður haráttan fyrir lieilbrigði þjóð- arinnar. Og mér finnst það tákn- rænt, að einmitt á þessu ári skuli vera byrjað á hyggingu vinnuheimil- is S. f. B. S. Gerið SAMTÍÐINA að tímariti allra Islending'a. LEITIÐ UPPLÝSINGA UM VÁTRYGGINGAR HJÁ: Nordisk Brandforsikring A/S Aðalumboð á íslandi Vesturgötu 7. Reykjavík. Sími 1569. Pósthólf 1013.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.