Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 11
SAMTlÐIN 7 sönnur á, hverjar séu orsakirnar, lialda áfram aö rejma að lækna sjúk- dómseinkennin, en hirða ekki um orsakir þeirra. Hin útbreidda og al- genga tannveiki er gott dæmi um lirörnunarsjúkdóma ogþó einnþeirra, sem meinminnstan má kalla. Hvern- ig er herjað á þenna sjúkdóm? Með tannburstun, tannpasta, tannfyllingu, tanndrætti og smiði gervilanna. Öll- um má vera ljóst, að með þessum aðgerðum er ekkert verulegt gert til þess að koma i veg fyrir áfram- haldandi vöxt og viðgang þessa sjúk- dóms. Hin sanna sjúkdómsorsök er sú, að þeim blóðstraumi, sem hver samdráttur hjartans rekur upp eftir rótum tannanna, er ávant um ein- hver fleiri eða færri efni, sem þarf lil byggingar sterkra tanna, samfara því, að matreiðslunni er þann veg háttað, að tennurnar í nútiðarmönn- um fá ekki nægilegt starf. Það er með öðrum orðum matarval og mat- reiðsla, sem veldur þessum hrörnun- arkvilla. Eitt er þó enn þá ekki tekið til greina, þegar um tannveiki er að ræða: Þegar eitt liffæri hrörnar af völdum vaneldis, svipaðs þvi, sem tanneyðing stafar af, verða öll liffæri fyrir nokkurri hrörnun, þótt ekki sé svo áberandi. Tannsjúkdóm- ar eru sýnilegur vottur hinna ósýni- legu sjúkdómsbreytinga, sem van- eldi veldur í öllum líkama manna. Vér vitum, að tregar hægðir eru einn hinn algengasti kvilli meðal menn- ingarþjóðanna og stafar af svipuð- um orsökum og tanneyðingin. A þenna kvilla er herjað með hægða- pillum, án alls læknandi árangurs þó, aðeins stundar bata. Lyfin gera þenna kvilla verri en hann áður var og langvinnari og oft torlæknanlegri. Þessi kvilli veldur innýflasigi og því, að fæðan rotnar i þörmunum. Þau eiturefni, sem rotnun veldur, berast um allan líkamann og menga alla næringu hans. Þetla verður svo ný uppspretta til vaneldis og hrörnunar. Tregar liægðir liafa verið kallað- ar sjúkdómur sjúkdómanna. A síðari áratugum er orðin al- geng bólga í slímhúðinni í bcinholum anditsbeinanna, kinna, ennis og nef- göngum. Þessi slímhúðarþroti er skafinn burtu. Þessi sjúkdómur er tiltölulega nýr. Þessi aðgerð verður aðeins sjiilc- dómseinkennalækning. Orsökin held- ur áfram sínu skemmdarstarfi i öll- um slímhúðum um allan líkamann. Botnlangiim er skorinn úr fólki, þegar hann er orðinn hættulegur fyrir lífið. Sama er að segja um magasárin. Báðir þessir sjúkdómar stafa af röngu eldi. Ekkert er gert til þess að ráða hót á þvi. Þótt skui’ðað- gerð takist vel, er ekki gert við or- sökunum. Svipuð þessu er meðferð- in á sjúkdómi í skjaldkirtli. Þessar aðgerðir snerta ekki orsakir þessara alvarlegu sjúkdóma. Lyfjalækning við öðrum sjúkdómum, jafnvel vita- mínsprautur koma ekki að haldi: Allt kemur það að litlu gagni, sem lækning. Þarna skilur leiðir með náttúrulækningu og allopathiskri lækningu. Náttúrulæknir beitir allri sinni athygli fyrst og fremst að or- sökum og fundi þeirra og styðst þar við rannsóknir og niðurstöður mann- eldis- og lífeðlisfræðinga, svo sem

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.