Samtíðin - 01.10.1944, Síða 15

Samtíðin - 01.10.1944, Síða 15
SAMTIÐIN 11 FLESTUM ÍSLENDINGUM er minnistæður þessi mannjöfn- uður þeirrar konu, sem dómbærust var allra fórnkvenna um menn og sjálf mestur einstaklingur allra þekktra fornkvenna. Þátíðarmenning og' dómar uin manngildi mættu gjarnan mælast við þessa menningar- fulltrúa fjóra, og hinn fimmti þeirra var, eins og liver maður veit, fullhug- inn skammlífi, Kjartan Ólafsson. Þorkel telur Guðrún fyrstan, lík- lega eigi sízt fyrir það, að gagnvart svo stórbrotnum, héraðsrikum höfð- ingja hafði vald bennar staðið höll- ustum fæti og hún því gripið til þess örþrifaráðs að kúga bann með liðs- fjölda á brúðkaupsnótt þeirra og tek- izl það. Ást Bolla bafði bún endur- goldið, og liefnt bafði hún hans, dáð- ist enn að honum dauðum með sárs- auka sameiginlegrar ógæfu. Æðstir mannkosta eru vitsmunirnir að fornu mati, svo að í samanburðinum er hlutur Þórðar hæstur, enda liefði Guðrún gelað sagt, að án tilkomu lians liefðu forlög sín engin orðið. Eftir þessa þríliða stígandi mannlýs- inganna fellur af vörum henni eitt orð til Þorvalds, svo hófsamt, að næg- ir til þess, að hann hrali í eilífa fyrir- litning. Hér kemur ekki máli við að fara að efast um, að Guðrún skipti lofi að verðleikum. Okkur ber að meta þessa menn eins og liún eða Laxdæla met- ur, hvað sem líður sérskoðunum les- enda um þá, dregnum af einstökum atriðum framar í sögunni. Lítum á menningareinkenni manna jiessara og ágæti hvers um sig. Þorkell var höfðingi fyrst og frenist sakir ætternis, erfði völd Þórð- ar gellis og skipti við Snorra goða um bústað og að einhverju leyti um þingmannafylgi, svo sem goðorð væru verzlunarvara. Engu að síður einkenndi það höfðingdóm Þorkels, hver starfsmaður og gagnsmaður hann var. Hann hafði lengi verið i förum milli landa. Friðsemd og vin- sældir fylgdu honum og niðjum hans. Það voru héraðsstjórnendur af þeirri tegund, sem þorri alþýðu vildi vera í þingi með. Þó að Þorvaldur i Garpsdal stydd- ist nokkuð við ætt sína og auð, lét þjóðfélagið viðgangast, að hann yrði undir í skiptum við Guðrúnu, sykki og gleymdist. Þátíðin verðlaunaði ekki oft litihnennsku iians tegundar. Saga þjóðveldistímans sýnir auðvit- að marga gagnslausa menn í yfir- stéttai’sætum eða verri en gagnslausa, eins og með ölluni þjóðum gerist. Einar Þorgilsson á Staðarlióli, Þor- valdur Vatnsfirðingur og Sturla Sig- hvatsson voru vitanlega engin eins- dæmi stéttar sinnar. En þrátt fyrir það var þjóðveldið miklu óhneigðara til þess en embættisveldi siðari tíma að halda ýmist lítilmennum eða af- glapahöfðingjum við völd. Silt er hvort, gæfa og gervileiki, mátti segja um Þórð og Bolla Þor- leiksson, sem vá Kjartan. Ósamþykki við venzlamenn varð þeim örlaga- ríkt. Sjálegir menn voru þeir og vaskir og máttu teljast fullkosta Guðrúnu. Lögfi-æði Þórðar, vit og harðfylgi í málasóknum veitir ekki eins glögga mynd af honum og smá- sögnin af því, þegar Brók-Auður, sem hann hafði skilið við án saka,

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.