Samtíðin - 01.10.1944, Side 18
14
SAMTÍÐIN
Og rykið heldur áfram að sitja á
hlutunum, og gólfið má ekki ólireinna
vera. En livað um þaS. Sá, sem eitt
sinn hefur horft á eftir þessari smá-
vöxnu, slitnu konu, þar sem hún
gengur niSur stigann, finnur, aS í
raun og veru kemst hann ekki hjá
því aS borga henni tuttugu krónur
á mánuSi fyrir dútl, fvrst hún er orS-
in of gömul til þess, aS sæmandi geti
talizt aS stinga upp í liana súkkulaSi.
Annars er þaS lítill og skítugur
drengsnáði, sem er hið eiginlega til-
efni þessara punkta. Hraustlegt ófeil-
ið harn utan af götunni, sem heim-
sækir gömlu konuna og situr iðulega
á útidyratröppunum, étandi sætar
kökur úr kámugum lmefa sinum.
Stundum sit ég inni í lierberginu
mínu og hlusta á masið í þeim hak-
við þilið. Lágan, væran klið, sem
minnir á kvak æðarfugls i flæðar-
máli. Stundum raular hún fyrir liann
vísu. Stundum segir hún honum
sögu um lömb og stekk, eða um
huldufólk og vatnaskratta. Stundum
um herfætta telpu, með ljósa hyrnu,
sem vakir vfir túni og horfir á sof-
andi lóuna í húmaðri dögg Jóns-
messunæturinnar.
Þó er það ein gömul þula, sem hún
virðist hafa sérstakar mætur á.
„Nú skal ég lofa þér að heyra Gils-
bakkaþuluna,“ segir gamla konan.
Og svo fer hún með alla Gilsbakka-
þuluna. Þetta er látlaus þula lítils
skáldslcapar, þótt yfir henni hvíli
rökkvað skin kolunnar, þar sem góð-
leg andlil sveitafólksins birtust í
þekkri draumsýn, meðan það rýkur
upp úr púnskollunni á borðinu og'
amma deilir brauðinu með osti ofan
á. En í rauli gömlu konunnar er eins
og hver einstök hending sé viðkvæm-
ur, rykfallinn dýrgripur, sem hún
tekur upp úr kistu sinni og raðar í
kringum sig, varfærin, liátíðleg, við
rautt kertaljós undir skarsúð. — Og
lnin heldur áfram að hvísla nöfn
sinna lielgu dóma, kinka að þeim
kolli, undrast þá, votta þeim tryggð
sína og gleði með fölu brosi á hverri
rún andlitsins ásamt léttri snertingu
sinna gömlu handa, unz liinn síðasti
hlutur er upptalinn og þögnin tekur
við, sæt og lilý eins og hinn góði
draumur, hin mjúka blekking að
baki þess, sem er.
Henni hlýtur að þykja mjög vænt
um þessa þulu. En hvernig sem á
því stendur, þá heyrist hún aldrei
fara með hana, nema þegar strákur-
inn er inni hjá henni, þótt hún aftur
á móti rauii sér visu og vísu, jafnvel
brot úr Passiusálmi í einverunni. Ef
til vill er það af því, að þess bezta,
sem hún á, fær hún ekki notið nema
hún geti miðlað því þeim, sem hún
elskar.
En svo, einn þungbúinn dag, skeð-
ur raunalegt atvik:
Eg sit inni lijá mér, þegar ég allt
i einu veiti því atlivgli, hve rödd
gömlu konunnar er orðin heit og
innfjálg.
„Vertu svolítið lengur, elsku dreng-
urinn minn,“ biður hún strákinn.
„Nei,“ segir strákurinn.
„Æi-jú, elsku barn. Lof mér að
raula fyrir þig og gefa þér meira
sætabrauð."
En þótt srákurinn fái meira sæta-
brauð, er hann jafn miskunnarlaus
og áður. „Ég fer samt,“ segir hann.