Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 16
12 SAMTlÐIN særði liann miklu sári til hefnda. Þá bannaði hann að veita henni eftirför og sýndi í því óvenjulegan drengskap. Um drengskap Bolla finnst niönhum misjafnt, þar lil á dauðadægri hans. Þá skiljum við, að Guðrún vildi vera með honuni inni í selinu, sem bana- menn lians voru að umkringja, og vitum, liví bann hins vegar neyddi Iiana til að ganga út, meðan barizt var. Helgi Harðbeinsson skildi bros Guðrúnar, er liann þerraði dreyra Bolla af spjóti sínu á blæju hennar, en förunautarnir undruðust, live glaðlega hún lalaði við þá, eins og hún syrgði ekki vig eiginmannsins. Kjartan er nútíðarlesendum meiri ráðgáta en þessir menn, en það ér af þvi, að hann miðaði iiærra en þeir að söguritarans dómi. Mikilmenni skyldi hann verða á alla lund, hvort sem því markmiði fylgdi gæfa eða ógæfa og hvort sem ævi lians yrði löng eða skammvinn. Guðmundur á Sandi kvað eftir ofurlniga fallinn: Þeir, sem vesalt hjarta hafa, hugsun litla, i miklum vafa, aðferð manns, sem á sér vilja, aldrei þeir til hlítar skilja. Guðrúnar skap var það að unna slíkum manni lífs og dauðum fyrir stórhug lians, auk þess sem strengur liinnar óræðu ástar, er batt þau, varð ekki slitinn án sársauka, sem entist ævilangt. „En ef þótti þinn er stór, þá er von, að minn sé nokkur,“ hefði hún getað sagt við Kjartan, og meðan liann undi sér á tali við Ingibjörgu konungssystur, liét bún Bolla eigin- orði og giftist. Með því að drepa þá í bili ást sína til Ivjartans, drepa hann úr sál sinni, liafði hún þegar fellt yfir honum dauðadóm, sem atvikin kusu Bolla til að framkvæma. Eins og Brynhildur Buðladóttir lét myrða Sigurð Fáfnisbana fyrir það að hafa verið blekkt til að giftast Gunnari í Sigurðar stað, lét Guðrún vega Kjart- an. Harmleikur Laxdælu gerist ekki nema með stórlyndu fólki. En að þeim, sem hafa lund Ivjartans og Guðrúnar, dragast ský voðans eins og veðraský að fjallstindum. nniL ÞESS að skilja íslenzka menning fyrr og nú og sögu hennar í samhengi, verður ætíð að rifja fyrst upp forfeðramvndir eins og þær, sem þessi sögn geymir, og má gera ráð fyrir, að einstaklingar og einstaklingsliyggja sumra manna haldist breytingalaus frá landnámi, að minnsta kosti i öllu því, sem i eðlinu er eða drukkið að kalla með móðurmjólkinni. Meðal beztu þegna sögunnar hafa verið menn með eðli Þórðar Ingunnarsonar, Bolla og Þor- kels, en jafnokum Ivjartans hefur íslenzka uppeldið reynzt mjög mis- liollt og örlög þeirra þó enn mis- fellasamari. Það væru sannmæli Fjallkonunnar um marga þá menn: „Þeim var ég verst, er ég unni mest.“ Sagan af Guðrúnu og Ivjartani táknar íslenzka einstaklingshyggju um aldirnar betur en nokkur önnur sögn, sem þjóðkunn er, og aldrei skvldu þau örlög gleymast. Lesið Laxdælasögu á eftir þessari grein.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.