Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN BJÖRN SIGFÚSSON: Úr ísl. menningarsögu I. „Deim var ég verst, er ég unní- mest“ [í þessum og síðasta árgangi Samtíð- arinnar birtust 10 greinar um íslenzkt mál eftir Björn meistara Sigfússon. Þessar greinar vöktu maklega athygli, enda bæði viturlegar og einkar tíma- bærar. Nú hefur Björn lofað Samtíð- inni öðrum 10 greinum, og mun hann í þeim taka til meðferðar ýmsa athygli- verða þætti úr íslenzkri menningar- sögu. Fer sú fyrsta hér á eftir. Heiti næstu greinarinnar verður: „Ein lög, einn siður, ein stétt“, og varðar hún fyrst og fremst kristnitökuna árið 1000. Tvær þar næstu greinarnar munu fjalla um áhrif kirkjulífs og bókmennta á uppeldi íslenzku þjóðarinnar á 12. og 13. öld í framhaldi af mannlýsingum greinar þeirrar, er birtist hér á eftir. Samtíðin telur sér það mikinn ávinn- íng, að geta boðið lesendum sínum þessa þætti Bjarnar Sigfússonar, því að hún hikar ekki við að telja hann i fremstu röð islenzkra fræðimanna. Björn er alll í senn: vitur, frumlegur og prýðilega ritfær. Hefur hann og manna bezta yfirsýn um viðlendi ís- lenzkrar menningar, svo sem bók sú, er hann hefur nýlega sett saman og nefnist: „Neistar úr 1000 ára lífsbar- áttu íslenzkrar alþýðu“ ber gjörla vott um. Samtíðin væntir þess, að allir hennar mörgu og ágætu lesendur hlakki til að lesa menningarþætti Bjarnar. — Ritstj.] UÐRÚN ÓSVÍFURSDÖTTIR gerðist einsetukona á Helga- felli í elli sinni og leit yfir farinn veg. Bolli, sonur liennar, kom þar og sat lijá henni löngum. Hann bað hana segja sér, hverjum manni hun unni mest. Guðrún liafði fjóra hænd- ur átt. Hún liafði fyrst verið gefin nauðug Þorvaldi, syni Halldórs Garpsdalsgoða, en sagt skilið við liann síðar. Þrjá menn hafði hún ónauðug átt og við þeim hörn tíu, sem nafngreind eru í Landnámu. Þá menn missti liún alla váveiflega, livern eftir annan, og hafði horið harm eftir þá, mest eftir hinn fyrsta, Þórð Ingunnarson. Guð- rún svaraði Bolla: „Þorkell var maður rikastur og' höfðingi mestur, en enginn var mað- ur gervilegri en Bolli og albetur að sér. Þórður Ingunnarson var maður þeirra vitrastur og lagamaður mest- ur. Þorvalds get ég að engu.“ Þá mælti Bolli: „Skil ég þetta gerla, livað þú segir mér frá því, hversu hverjum var farið bænda þinna. En hitl verður enn ekki sagt, hverjum þú unnir mest. Þarftu nú elcki að léyna því Iengur.“ Guðrún svaraði: „Fast skorar þú þetta, sonur minn,“ segir Guðrún, „en ef ég skal það nokkurum segja.þá mun ég þig helzt velja til þess.“ Bolli bað hana svo gera. Þá mælti Guðrún: „Þeim var ég verst, er ég unni mest.“ Björn Sigfússon

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.