Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 29
SAMTIÐIN 25 Þarfleg handbók AÐ ER alltaf gott til þess að vita, þegar út kemur hér bók, sem telja má, að fvlli opið skarð og okkur hefur beinlínis vanhagað um. Þetta gerir hið nýja rit: Hver er maðurinn? (æviágrip 3735 íslendinga), sem Brynleifur Tobíasson mennta- skólakennari liefur tekið saman og Guðmundur Gamalíelsson bóksali hefur gefið út á hið nýja forlag sitt, Fagurskinnu. -r- Aðrar þjóðir hafa fvrir löngu fuudið nauðsyn slíkra handbóka og eiga sín Who is who?, Vem ár vem? o. s. frv. Nú er það jafnan nokkurt álitamál, hverra manna skuli getið og hverj- um hafnað í bók. sem aðeins er ætl- að að varðveita æviágrip tæpra 4 þús manna af nál. 120 þúsundum. Gerir liöf. bókarinnar í formála hennar skýra grein fyrir því, hverj- um reglum hann hafi fylgt í vali sínu á mönnum, og farast honum um það efni þannig orð: „Rétt þykir að gera nokkra grein fvrir, livaða reglum liefur verið fylgt um upptöku manna í bók þessa. Allir alþingismenn frá 1. fehr. 1904 til þessa dags eiga að vera í riti þessu. Þingseta er talin frá Jíosningadegi lil þess, er umboð fellur niður, t. d. er sá talinn þinginaður frá 1900— 1908, sem kjörinn er haustið 1900 og heldur þingmennsku til 10. sept. 1908. (í alþmt. eru þingsetuár aðeins talin). Hér eiga að vera allir embættismenn á íslandi frá 1. fehr. 1904 til þessa dags, þar með taldir ráðherrar og helztu sýslunarmenn. Hreppstjórar Geir Stefánsson Umboðs- og heildverzlun Austurstræti i Reykjavík Sími 1999. Vefnaðar vörur Skófatnaður Umbúðapappír Efnalaug Reykjavíkur KEMISK FATAHREINSUN OG LITUN. Laugavegi 34. Reykjavik. Sími 1300. Símnefni: Efnalaug. LITUN, HREINSUN, GUFUPRESSUN. Elzta og stærsta efnalaug landsins. Sent um allt land gegn póstkröfu.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.