Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 JÓN JÓHANNESSON: G ö m u M IG OG KONUNA skilur þunnt Þetta er gömul kona og smávaxin, uppi undir þaki i gömlu húsi. Ef hún væri ekki svona óhrein og ef þaö legði ekki svona mikinn ósreyk út úr herberginu hennar, þá langaði mann kannske að klappa á kollinn á henni og spyrja: „Hver á þig?“ Svo lílil er hún. Svo stór og umkomulaus eru þau augu, sem mæta manni í stigan- um einhvern morgun, þar sem hún gengur niður höftin með tóma mjólk- urflösku í annarri hendinni. Og ])að er lítill, slýlegur hárlokkur, sem hryn- ur niður á ennið. Hún strýkur hann hurtu með handarhreyfingu, sem minnir á unga stúlku. Og hún ská- skýtur sér út að veggnum og dokar við, meðan maður gengur framhjá og býður henni góðan daginn. Ivannske ég ælti að biðja liana að strjúka vfir gólfið í herberginu mínu, ef við með því gætum auðsýnt livort öðru dálitla greiðasemi. Siðan lieitir það svo, að liún haldi hreinni kompunni minni. Rvkið sit- ur þar á öllum Iilutum, eftir sem áð- ur, og gólfið má ekki óhreinna vera. Ég get ekki verið að benda henni á það, af því að hún er svo gömul. „Hvað á ég að borga þér?“ spvr ég liana. En hún þegir og stingur upp í sig fingri. „Þetta er ljómandi vel gert,“ segi ég. 120. saga Samtíðarinnar I k o n a Þá tekur hún fingurinn út úr sér. Ivannske hún hafi bara verið að sjúga vessa úr rispu? „Það er sá lifandi fjandi, sem berst af skít utan af göt- unni,“ segir gamla konan. „Alveg ótrúlegt,“ segi ég. „Ofboðslegt,* segir hún. „Ilvað viltu mikið?“ spyr ég. llún segir: „Maður getur nú varla sett mikið upp á sig fyrir að strjúka af einni stofu. Það voru víst fimm kónur hér fvrr meir.“ „Já, i gamla daga,“ segi ég, „en þetla hlýtur að hafa hækkað eins og allt annað.“ „Ég veit ekkert um það,“ segir hún. Ég segi: „Þú verður ekki ofsæl af tuttugu krónuiri í allri þessari dýr- tíð. Gerðu svo vel.“ Þá ekur hún sér svolítið og horfir á mig á skakk. „Ef þetta er of litið,“ segi ég, „þá segðu hara til.“ „Ég tek ekki við þessu,“ segir hún. „Eg kæri mig ekki um gjafir.“ „En þetta er engin gjöf,“ segi ég. „Mér hefur aldrei dottið í hug að gefa fólki gjafir.“ Þá stingur hún aftur upp i sig sama fingrinum og áður, horfir á seðlana og þegir. Auðvitað stenzt hún ekki freistinguna, en grönn og blökk liönd hennar felur sig alúð- lega í lófa mínum, meðan þunnar, fölar varirnar biðja guð að launa mér fvrir gamla konu.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.