Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN verði að afnema lýðræðisskipulagið til þess að tryggja vinnufrið i land- inu. Annað atriði skal hér einnig hent á, sem gera má sér nokkra von um, að gæti orðið virkur þáttur í barátt- unni fyrir þvi, að lýðræðisskipulag- ið geti áfram orðið starfhæft, en það er aukin fræðsla almennings um þjóðfélagsmál. Ef hægt á að vera að le}rsa vandamál þjóðfélagsins á lýð- ræðisgrundvelli, verða almennir kjós- endur að bera nokkurt skvn á þau málefni, sem efsl eru á baugi í stjórn- málaharáttunni. Málefni, sem al- menningur liefur ekki forsendur til ]>ess að dæma um, eru ekki lil þess fallin, að vilji meiri hluta kjósenda sé látiim úriskurða um þau. Þannig liefur t. d. ekki þótt heppilegt, að læknar séu kosnir af alinenningi. Þegar fjárhags- og viðskiptamál eru orðin efst á baugi i stjórnmála- lífinu, ber brýna nauðsyn til þess, að hinn ahnenni kjósandi hafi einhverja þekkingu á eðli þessara mála og skil- yrði til þess að mynda sér sjálfstæða skoðun á þvi, hvernig þeim skuli skipa. Að öðrum kosti er engin trygg- ing fyrir því, að kosningar gefi í þessu efni rétta mynd af raunverulegum vilja meirihluta kjósenda. Aukin þekking almennings á þjóðfélags- fræðum er nauðsynlegt skilyrði fyrir því að unnt sé að leysa hin hagrænu viðfangsefni á lýðræðisgrundvelli. Hið íslenzka þjóðfélag gerir stöð- ugt auknar kröfur um þá fræðslu, sem veita ber hverjum borgara þess til undirbúnings undir lífið. Þess er t. d. krafizt af hverju fullnaðarprófs- barni, að það þekki ár i Afriku, lifn- aðarhætti salamandra, nöfn konunga í Babylon og Assyriu fvrir þúsundum ára o. s. frv. Þetla skal á engan hátt lastað, en nokkurs ósamræmis gætir í því, að hins vegar geta menn lokið háskólaprófi án þess að vita nokkuð að ráði um það þjóðfélag, sem þeir lifa i, og eðli þeirra mála, sem þeir þó með alkvæði sínu eiga að hafa úr- skurðarvald um, hvernig skipa skuli. Engar tillögur skulu hér gerðar um það, hvernig slíka fræðlustarfsemi heri að skipuleggja, enda er fyrsta skilyrði fyrir framkvæmd hennar, að mönnum verði Ijós nauðsvn hennar. Að álili höfundar þessarar greinar er ástæða til liinnar megnustu svart- sýni um l'ramtíð lýðræðisskipulags- ins. En lýðræðishugsjónin á þær ræl- ur í hugum fjöldans, að það ætti að vera ómaksins vert, að gera hverja þá tilraun, er verða mætti henni lil bjargar. Svarið við því, hvort sú tilraun ber árangur, yrði jafnframt svar við ann- arri spurningu, sem liinn kunni enski hagfræðingur, próf. Lionel Robbins setti eitt sinn fram í ritgerð um skylt efni: „Can men be taught hy reason?“ „Er hún dóttir vðar vel gift ?“ „Já, prýðilega, hún hefur eignazt mann, sem óttast hana eins og sjálf- an djöfulinn. Sigurgeir Sigurjónsson KœstaréUarinátaflutnlngsmodur Skrifstofutími 10-12 og 1—6. Adalstrœti 8 Sími 1043

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.