Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 13
SAMTIÐIN 9 reisa hinn dvínandi lífsþrótt menn- ingarþjóðanna, seni hin vestræna menning hefir deyft og veikt. Hún vill vekja á ný liinn kröftuga per- sónuleika hvers hugsandi manns til hlórnstrandi manndóms allra, sem á hana vilja ldusta. En þetta tekst ekki nema með hlýðni og rækt við það lögmál, sem ræður yfir lífi og heilbrigði. Náttúran, fóstra vor, og sú forsjon, sem leitt hefir manninn til framþróunar, verður að vera vort leiðarljós og áttaviti á þessari veg'- ferð. Náttúrulækningastefnan krefst afturhvarfs frá þeim háttum og sið- uin, sem hafa rænt mannkvnsstofn- inn þrótti og heilhrigði: Það er stefna vanþekkingarinnar á lögmáli hfsins, sem valdið hefir hrörnunum. Hin rétta þekking á manneðlis- og lífeðl- isfræði hendir á rétta stefnu. Hún hvggir á hetri og fullkomnari þekk- ingargrundvelli en hin úrelta, ein- hliða efnishvggja hefir gert og hin kvrrstæða stefna liðna tímans hefir fylgt og læknisfræðin liefir ekki ver- ið ósnortin af. Vér verðum að trúa á heilhrigðina, ekki sízt andlega heil- hrigði og sýna henni fulla rækt, í stað þess að líta á sjúkdómana sem eðlilegt fyrirbrigði. Sjúkdómar eru eðlileg afleiðing af- brola gegn því lögmáli, sem allt líf og öll lieilbrigði er háð. Eina færa og mögulega leiðin til þess afturhvarfs frá veiklunar- og veikindastefnunni er að forðast hrörnunarsjúkdómana, sem vér höfum innleitt vegna van- þekkingar á því lögmáli, sem oss riður mest á að þekkja og mest er um vert að þekkja. Vér höfum látið leið- ast af tálmenningu, eiturneyzlu- og úrkynjunarstefnu, sem tízka nútím- ans hefir hampað framan i óvitana og þeir elt í hlindni. Þessi tízkustefna hefir fært oss hrörnunarkvilla i stað hreysti. Hún verður aldrei tii þess að opna oss á ný paradís heilsu og lífs- gleði. Sú stefna ein, sem beitir sér fyrir útrýmingu hrörnunarkvillanna, fær þessu áorkað. Hitt spáir ekki góðu fyrir menningarþjóðum, að hrörnunarkvillar hafa vaxið hratt undir þeirra gunnfána hina síðari áratugi. Þess vegna- er mannkyninu ekkert eins nauðsvnlegt og ný um- hótastefna, sem reynir af fremsta megni að ráðast að orsökum hrörn- unarkvillanna og útrýma þeim. Þeir örfáu kaupendur Samtíðarinnar í Reyk/avík, sem enn eiga ógreitt árgjald sitt fyrir þetta ár (15 krónur), er féll í gjalddaga í febrúar s.l., eru vinsamlega beðnir að greiða það sjálfir nú þegar í Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1, í Bóka- búð Austurbæjar á Laugavegi 34 eða hjá Jafet á Bræðraborgarstíg 29. Fyrirhafnar- minnst er að senda árgjaldið í pósti. Ut- anáskrift: Samtíðin, Pósthólf 75. Gerið SAMTÍÐINA að tímariti allra íslendinjfa. Beztu kaupin gera allir í verzlun Gnðjðns Jónssonar á Hverfisgötu 50 Sími 3414.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.