Samtíðin - 01.05.1947, Síða 7
SAMTiOIH
Maí 1947 Nr. 132 14. árg., 4. hefti
SAMTÍÐIN kemur mánaðarlega, nema i janúar og ágúst. Árgjaldið er 20 kr. og greið-
ist fyrirfram. Áskrift getur byrjað hvenær sem er. Úrsögn er bundin við áramót.
Hitstjóri og útgefandi: Sigurður Skúlason magister, simi 2526, pósthólf 75. Áskriftar-
gjöldum veitt móttaka í Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1, Bólcabúð Aust-
urbæjar, Laugaveg 34, og á Bræðraborgarstíg 29. Prentúð i Félagsprentsmiðjunni.
AÐ er fróðlegt að sjá, hvað hinn vitri
Kínverji, Lin Yutang, sem er
gagnkunnugur vestrænni menningu, ritar
um menntun og takmark hennar. Stuttur
útdráttur úr grein hans um það efni fer
hér á eftir:
Markmið menntunar eða menningar er
í raun réttri í því fólgið, að menn þroskist
í smekkvísi á það, sem þeir öðlast þekk-
ingu á, og temji sér vandaða breytni. Sið-
aður maður eða mannaður í beztu merk-
•ngu þess orðs þarf ekki endilega að
vera víðlesinn né lærður, heldur verður
hann að kunna skil á því, hvort honum
geðjast að því, sem máli skiptir, eða
ekki. Smekkvísi gagnvart þekkingu er í
því fólgin, að menn viti, hvað gott er
og illt. Ekkert er andstygilegra en að
hitta í samkvæmi mann, sem er stútfullur
af ártölum og staðreyndum úr mannkyns-
sögunni, vel að sér um, hvað við ber í
Rússlandi og Tékkóslóvakíu, en alveg
áttaviltur, er hann á að mynda sér per-
sónulega skoðun í þessum efnum. Ég hef
hitt fyrir menn, sem voru alls staðar
heima, að því er snerti þekkingu á stað-
reyndum, en skoðanir þeirra voru brjóst-
umkennanlegar. Slika menn skortir ekki
fróðleik, en þá brestur gersamlega dóm-
greind eða smekk. Lærdómur er. í því
fólginn að troðfylla sig af staðreyndum
eða upplýsingum, en smekkur eða dóm-
greind er fólgin í listrænu mati. Þegar Kín-
verjar ræða um lærdómsmann, gera þeir
yfirleitt greinarmun á lærdómi hans,
hegðun, smekkvísi eða dómgreind. Eink-
um á þetta við um sagnfræðinga. Sagn-
fræðirit getur verið samið af miklum lær-
dómi, en jafnframt gersneytt innsæi eða
dómgreind, og í mati sinu eða skilningi
á persónum og atburðum sögunnar kann
að verða ber skortur höfundar á frumleik
eða djúpsæi. Við segjum, að slíkur maður
sé gersneyddur dómgreind á því, sem hann
veit. Ekkert er auðveldara en að heyja
sér þekkingu, hlaða á minnið staðreynd-
um og atburðum. Sögulegt tímabil á sér
margar staðreyndir, sem auðvelt er að
fylla hugann af, en hitt er miklu örðugra
að úrskurða, hverjar þessara staðreynda
séu mikilvægar, og er slíkt undir sjónar-
miði hvers og eins komið. — Menntaður
er því sá maður, sem veit, hvað hann á að
etska og hata. Þetta nefnum við dóm-
greind, og samfara henni skapast yndis-
þokki. En að eiga sér smekk eða dóm-
greind krefst þess, að menn eigi sér getu
til að kryfja viðfangsefnin til mergjar, séu
óháðir í dómum sinum og frábitnir því að
láta nokkurs konar gabb, hvort heldur
félagslegt, pólitískt, bókmenntalegt, list-
fræðilegt eða akademiskt, telja sér hug-
hvarf. Það er enginn vafi á því, að þegar
við komumst til vits og ára, lendum við í
fullkomnu hafróti yfirdrepsskapar og
gervimennsku, að því er snertir: frægð
auðlegð, föðurlandsást, stjórnmál, trúar-
brögð, skáld, listamenn, einræðisherra og
sálarfræðinga. Þegar sálkönnuður segir
okkur, að starfsemi innyflanna i bernsku
standi í ákveðnu sambandi við metorða-
girnd, kappgirni og skyldurækni mannsins
seinna á ævinni, eða að harðlífi leiði til
andlegs smásálarskapar, getur maður,
sem á sér dómgreind, ekki annað en bros-
að. Þegar maður hefur á röngu að standa,
hefur hann rangt fyrir sér, og það er eng-
in ástæða til að fá neina ofbirtu í augun né