Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 7
3. hefti 18. árg. Nr. 171 Apríl 1951 ÁSKRIFTARTlMARIT UM ÍSLENZK OG ERLEND MENNINGARMÁL SAMTÍÐIN keraúr 10 sinnum á ári, mánaðarlega nema í janúar og ágúst, samtals 320 l)ls. Árgjaldið er 25 kr. burðargjaldsfritt (erlendis 35 kr.), og greiðist það fyrirfram. Áskrift getur byrjað livenær sem er og miðast við síðustu áramót. Úrsögn sé skrifleg og verður að liafa borizt fyrir áramót. Ritstjóri: Sigurður Skúlason, sími 2526, póst- bólf 75. Áskriftargjöldum veitt móttaka i verzluninni Bækur og ritföng bf., Austur- stræti 1 og Bókabúð Austurbæjar, Laugaveai 34. — Prentuð í Félagsprentsmiðjunni lif. ER FIMLEIKAKENNSLAN HÁSKALEG? Hins vegar hafa í sambandi við bá verið drýgðar margar syndir, eftir því sem tím- ar liðu, vegna þess að krafizt var meira af vöðvum líkamans en orka þeirra leyfði. Þjóðfélagið þröngvar æskumanninum — bæði meðan hann er í skóla og gegnir herskyldu — til að þjálfa líkamann ó vissan hátt. Því ber þess vegna einnig skylda til að ábyrgjast, að einstaklingur- inn bíði ekki ónauðsynlegt heilsutjón af því. að verið er að efla alþjóðarheill með því að rækta líkama hans. Tjón verður umfram allt að forðast. Fimleikakennslan verður að færast í það horf, að hún mið- ist við hvern einstakan nemanda. (Annar fimleikasérfræðingurinn taldi slíkt mjög æskilegt, en benti á, að það væri vand- kvæðum bundið, þegar nemendur væru 70—80 talsins). Mér skilst, að margir fim- leikakennarar starfi samkvæmt því sjón- armiði, að þeir eigi að ná sem mestum árangri á sem stytztum tíma. Það er háskaleg aðferð. Of margir nemendur verða fyrir líkamsáföllum hennar vegna. Þegar vöðvi ofreynist, verður blóðrásin í honurn ekki nægilega ör til þess að losa hann við e.fni, sem myndast í honum vegna efnabreytingar af völdum áreynslunnar, og vöðvinn fær bví ekki nóga næringu. Það orsakar vöðvagigt, sem lýsir sér í stirð- leika, viðkvæmni, þreytu og verkjum.“ (I þessu sambandi benti annar fimleikasér- fræðingurinn á, að í fimleikatímunum væri skólaæskunni ekki kennt að neyta pYRIR SKÖMMU áttu tveir danskir fim- leikasérfræðingar athyglivert tal við kunnan yfirlækni, dr. med. K. Jespersen, um fimleikakennsluna í skólum Danmerk- ur. Niðurstöðurnar af þessu samtali voru heldur en ekki furðulegar frá sjónarmiði þess fólks, sem löngum hefur talið líkams- æfingar ekki einungis hollar, heldur og bráðnauðsynlegar kyrrsetuæskunni, sem þústuð er á skólabekkjum ár eftir ár, oft sárnauðug. Sérfræðingarnir kornust nefni- *ega að, þeirri niðurstöðu, að fimleika- kennslan í dönskum skólum væri yfirleitt u)eð þeim hætti, að nemendunum væri hollast að vera þar sem latastir og hlé- drægastir og áhugasömustu nemendurnir yrðu fyrr eða síðar að leita sér lækninga ®f völdum kennslunnar. Mjög ath.vglivert 1 þessu sambandi var það, að báðir fim- leikasérfræðingarnir og yfirlæknirinn voru yfirleitt sammála um, að mikill þorri danskra fimleikakennara væri á háskaleg- Ulr> villigötum í kennslustarfi sínu og tóldu bráðnauðsynlegt, að þeir hyrfu sem skjótast frá villu síns vegar. Samtalið var miklu lengra en svo, að unnt sé að til- færa það hér í heild, en þar sem ætla að sjónarmið hins kunna yfirlæknis eig> engu síður erindi til íslenzkra en danskra lesenda, skal hér tekið upp það helzta, sem liann hafði til málanna að ^eggja. Dr. Jespersen sagði: •>Eg vil í upphafi taka það fram, að fim- leikar eru að mörgu leyti nytsamlegir.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.