Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 24

Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 24
20 SAMTÍ0IN „Að ævilokum“ JKÖMMU fyrir síðustu jól kom út lokabindið af ævisögu séra Árna Þórarinssonar, lengstu ævisögu, sem samin hefur verið á íslenzku. Alls urðu bindin 6, fleiri en flestir höfðu búizt við, enda er þetta ekki ævisaga í venjulegum skilningi, heldur miklu fremur geysimikið sagnasafn úr hugarfylgsnum eins sérkennilegasta persónuleika í hópi islenzkra mennta- manna. Þórbergur Þórðarson færði, svo sem kunnugt er, þetta mikla rit- verk í letur. Hann hefur að bókar- lokum ritað hlýlega grein um séra Árna látinn og kallar hann þar síð- asta fulltrúa fornrar frásagnarsnilli, en einnig einn hinn frumlegasl gerða Islending þessarar aldar og senni- lega í margar aldir. „Samtíðin“ hefur áður getið sumra fyrri binda þessarar sérkennilegu ævisögu og látið þar í ljós það álit sitt á henni, sem stendur óhaggað að bókarlokum og höf. hefur á prenti lýst sanni nærri. I ritfregnum „Sam- tíðarinnar“ var á það minnzt, hve mjög Þórbergur virtist dá sr. Árna og gera sér far um að virða frásagnir hans og vernda málblæ hans og stíl. Þetta álit staðfestist nú af eftirfar- andi ummælum Þórbergs í greininni „Að ævilokum“ aftan við sjálfa ævisöguna. Þar segir svo á bls. 390: „Og þegar hann (þ. e. séra Árni) er dáinn, þá kann enginn lengur að segja frá á Islandi. Þá er enginn skemmtilegur maður lengur á Is- landi. Þá er enginn frumlegur mað- ur lengur til á Islandi. Og þá er eng- Hattaverzlun ísafoldar h.f. ^4uiturótrœti 14) IQyljavíl — 5222 IXIýjustu Parísarmodel ávallt fyrirliggjandi. Siendii r9n FRAMKVÆMUM: Bílaviðgerðir, Bílasmurningu, Bílasprautun. SELJUM: Bílavarahluti, Bílaolíur, Loftþrýstiáhöld, Hjóldráttarvélar (amerískar og þýzkar) og Beltisdráttarvélar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.