Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 9
SAMTIÐIN 5 W~ZL, Madrid er glæsileg menningarborg \Jíg(undiionui■ rccdiimanní MABNÚS VÍGLUNDSSDN J^JAGNCS VlGLUNDSSON, ræðis- maður Spánar, er tiltölulega ný- kominn heim úr Spánarför. „Sam- tíðin“ hitti hann að máli fyrir skönnnu og spurði tíðinda af Spán- verjum, hinni miklu viðskiptajjjóð okkar, sem við höfum haft frem- ur litlar spurnir af í hálfan annan áratug, en nú hafa góðu heilli haf- izt á ný verzlunarviðskipti milli Spánverja og Islendinga. Á vopnahlésdaginn í París „Uað vildi svo til, að ég var stadd- ur í París á vopnahlésdaginn, sem árlega er haldinn hátíðlegur til að minnast lokasigursins í heims- styrjöldinni 1914 — 1918,“ sagði Magnús Víglundsson. „En í lok jjeirrar styrjaldar vonuðust stríðs- jjreýttar Jjjóðir eftir varanlegum friði. Að jjessu sinni var guðs- jjjónusta haldin í hinni frægu og fögru kirkju vorrar frúar (Notre Dame). Ég mun seint gleyma því, er leifar af herflokkum, sem harizt höfðu í fyrri heimsstyrjöldinni, gengu undir sínum gömlu, sundur- skotnu fánum inn eftir kirkjunni í byrjun guðsjjjónustunnar og stað- næmdust skipulega í hinum miklu kórdyrum hennar. Hér var um að ræða menn á ýmsum aldri og af ó- líkum stéttum. Báru þeir ýms merki styrjaldarinnar, en öllum var þeim sameiginleg, hin hermannlega reisn. 1 stólinn steig herprestur úr fyrri heimsstyrjöld, virðulegur kennimað- ur, sem ávarpaði gamla félaga og minntist sigranna við Somme, Ver- dun og víðar, en lagði einnig áherzlu á menningarlega sigra frönsku jjjóð- arinnar. Það kom næsta óþægilega við mann, er út var komið frá þessari friðarguðsjjjónustu og öll Paris blasti við, fánum skreytt, að heyra jjá hávær hróp l)laðasalanna á göt- unu'm um versnandi horfur í Kóreu- styrjöldinni og aukna herflutninga Frakka til Austurlanda. Madrid — borg fornrar og nýrrar hámenningar Fyrir nokkrum áratugum gisti

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.