Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 Tillögur um endurreisn Skálholts ■^iigurbjörn C-inariion prófeiior: „Mikill áhugi er fyrir því, að dóm- kirkja Brynjólfs biskups Sveinssonar verði endurreist.“ |>Ú SPYRÐ mig, herra ritstjóri, um tillögur varðandi endurreisn Skálholts. Mér myndi í sjálfu sér nægja að visa til stefnuskrár Skál- holtsfélagsins, því að meginatriði hennar hafa verið kynnt opinher- lega eftir föngum. En góð vísa er aldrei of oft kveðin, og þakkir kann ég þér fyrir að bjóða mér rúm i riti þinu fvrir stutta greinargerð sem og fyrir aðra liðveizlu þína við Skálholts-málið. Vissulega hafa menn fundið til þeirrar hörmungar, sem í Skálholti blasir við hverju sjáandi auga og sviðið undan henni. Menn hafa harmað þá hrakfallasögu, sem leiddi til þessa ástands og er e.t.v. hin sorglegasta, sem nokkur þjóð á að minnast i sambandi við öndvegis helgi- og sögustað. En það er til einskis að sakast um orðna hluti eða barma sér yfir því, sem illa er komið. Og við það eitt sat, hvað Skálholt snertir, langa hríð. I greinum nokkrum, sem birzt hafa i tímariti minu, Víðförla, hef- ur verið allrækilega rætt, með hverjum hætti Skálholt megi verða liafið úr eymd sinni. Þessar tillögur hlutu þegar talsverðar undirtektir, og Skálholtsfélagið hefur í megin- atriðum tekið þær upp á stefnuskrá sína. Þær mega raunar virðast næsta sjálfsagðar og i augum uppi, ef við ætlum á annað borð að hætta harmatölum og gera eitthvað staðn- um til viðreisnar og minningum hans til sóma. 1 formála þeim, sem meðlimir Skálholtsfélagsins hafa undirritað, um leið og þeir lofa að leggja Viðreisnarsjóði Skálholts- stóls árlegt stvrktargjald, segir svo m. a: „Árið 1956 eru liðin 900 ár frá þvi, er ísleifur biskup Gissurarson tók biskupsvígslu til Skálholts. Sið- ar gaf Gissur, sonur hans, Skálholts- land, til þess að þar skyldi ávallt biskupsstóll vera, meðan ísland er bvggt og kristni má haldast. Ekki verður hjá þvi komizt, að Íslend- ingar taki móti hamingjuóskum á þessu 9 alda afmæli biskupsstóls- ins, og munu þá vitja fslands og heimsækja Skálholt erlendir gestir og kirkjuhöfðingjar. Margir lands- menn munu líta svo á, að ekki sé það vanzalaust islenzku þjóðinni að eiga hinn forna biskupsstól i því ástandi, sem hann er nú, reyttan og rriinn að öllum fornum verðmætum og að heita má kirkjulausan. Þar, sem áður var höfuðkirkja landsins og menntasetur, er nú aðeins út- kirkja af lélegustu gerð og enginn kennimaður á staðnum. í hugum margra núlifandi íslendinga er saga Skálholts helgidómur, sem

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.