Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN ekki má glatast. Óskir þeirra manna eru: a) að Skálholtsstaður sé varðveitt- ur og skilað aftur hinum fáu fornminjum, b) að hiskupsstóllinn verði endur- reistur. c) að dómkirkja verði reist og henni fenginn prestur. d) að Vídalinsklaustur verði reist til bústaðar fyrir uppgjafapresta og hvildarheimili annarra. e) að komið verði upp framhalds- skóla i prestlegum fræðum. Þá fyrst, er lokið væri fram- kvæimdum, sem um getur í liðunum a, b og c, gætu landsmenn notið söguhelginnar og þeirra minja, sem eru bundnar sögustaðn- pRAMKVÆMD þessarar stefnu- skrár er komin undir virkum, jákvæðum undirtektum almenn- ings. Fyrst er að vita, hvað menn vilja, setja sér mark, siðan að hefjast handa, taka stefnu. Fvrsti áfanginn er kirkjan oq kirkjugarð- urinn, sem hvort tveggja er nú i hinni aumlegustu og smánarlegustu. niðurniðslu. Það verður að hlaða upp kirkjugarðinn, svo að reitur- inn, sem hlúir beinum margra ágæt- ustu sona og dætra landsins, beri okkur ekki lengur þann vitnisburð, að við séum það, sem við viljum ekki vera og erum ekki heldur i reyndinni, þ.e.a.s. skrælingjar. — Þetta þarf að gerast þegar á næsta sumri, og mun Skálholtsfélagið hrinda því i framkvæmd, eftir því sem það hefur bolmagn til. Kirkja verður að rísa i Skálholti, sem sé boðleg staðnum og helgum minn- ingum hans samboðin. Sú fram- kvæmd þolir heldur enga bið. Kirkjan verður að vera messufær á hvítasunnudag 1956, þegar minnzt verður 9 alda afmælis stólsins og íslenzks hiskupsdóms. Hvernig á sú kirkja að vera? Um það verða á- hugamenn og ábyrgir aðilar að koma sér saman hið fyrsta. Um það hefur ekki enn verið tekin ákvörð- un, en þess vil ég geta, að mér er kunnugt um, að mikill áhugi er fyrir því, að dómkirkja Brynjólfs biskups Sveinssonar verði endur- reist. Sú kirkja, svo úr garði gerð, sem bezt má verða nú á tímum og búin þeim gripum, sem enn eru til úr dómkirkjunni fornu, myndi verða eitt hið sérstæðasta og athyglisverðasta mannvirki og tvi- mælalaust draga að sér ferðamenn i stórum stil. Spá mín er sú, að Slkálholt vrði þá jafnsjálfsagður „túristastaður“ og Gullfoss og Geys- ir. enda i sömu leið. Þegar kirkjan er risin, er mikið fengið. En þó er það ekki nóg. Hún getur ekki staðið i ekkjudómi eða sem minnismerki eitt. Við höfum i engu tilliti ráð á því að reisa veg- leg minnismerki til þess eins að horfa á þau eða sýna. Það þarf að sitja staðinn. Þar verður að vera lif og starf, sem sé spunnið af sama þræði og saga hans er ofin úr. Þjóðkirkjan þarf að skapa sér að- stöðu til þess að tengja Skálholt andlegu lifi líðandi stundar. Fyrsta skilvrði þess er, að þar sé ætluð dvöl einliverjum þeim manni úr

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.