Samtíðin - 01.05.1956, Side 21

Samtíðin - 01.05.1956, Side 21
SAMTÍÐIN 17 WkkL REIME LAEMIMEC, höfiiinhir hlns111 nuvpípiinntir ÞAÐ ERU ekki sérlega virðulegar aðfarir að láta vagnstjórann sinn hvolfa sér úr ökutækinu, og margir myndu ætla, að virðulegur háskóla- prófessor tæki slíkt og þvilikt óstinnt upp. En franski læknisfræðingurinn, Laénnec, lét sem ekkert væri. Þegar vagninn liafði verið réttur við, steig hann brosandi upp i hann og mælti ofur góðlátlega til konu sinnar: „Jæja, við vorum víst komin að þriðja ái'atugnum.“ Það var ekki stærilætinu fyrir að fara hjá þessum mikla vísindamanni og hugvitssnill- ingi, som auðgaði læknisfræðina að tæki, er olli tímamótum, hlustpíp- unni (stetóskópinu). René Théóphile Hvacinthe Laénnec, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Quimper á Bretagneskaga 17. febr. 1781. Sex ára gamall missti hann móður sína og var þá sendur í fóstur til gamals frænda síns, sem var prestur. Tólf ára gamall var drengurinn sendur til Nantes, þar som annar frændi lians, dr. Laénnec, var læknir, en gegndi jafnframt kennslustarfi við háskólann. Hjá þessum frænda sínum komst René fvrstí kynni við læknisfræðina. Alda- •uótaárið 1800 fór hann lil Parísar, uítján vetra gamall, til háskólanáms 1 læknisfræði. Aðalkennari hans var Dupuytren barón, sem þrátt fyrir alls konar undarlegheit, m. a. í fram- komu og ldæðaburði, var þá mest metinn skurðlæknir Frakka. Eftir tæpt ár gekk Laénnec hinn ungi upp til prófs í lyflæknisfræði og skurð- lækningum hjá þessum fræga pró- fessor og hlaut hæstu einkunn í báð- um greinum. Laénnec og deildarbræðrum lians í læknisfræðinni hafði verið kennt að hlusta eftir hjartslætti sjúklinga með því að leggja eyrað að brjósti þeirra. Sjálfur komst hann seinna svo að orði um þessa gömlu hlustunarað- ferð, að hún væri ekki einungis gagnslítil, lieldur mjög óþægileg og jafnvel andstyggileg, ef um spítala- sjúklinga væri að ræða. Hann ákvað að reyna að finna upp betri aðferð. Hann minntist þess að hafa séð tvö börn leika sér að spýtu. Annað þeirra barði endann á lienni, meðan liitt lagði eyrað að hinum end- anum og hlustaði. Dag nokkurn kom ung stúlka til Laénnecs í Necker- sjúkrahúsið, þar sem hann vann, og til þess að komast hjá hinni gömlu qg hvimleiðu aðferð, að leggja eyrað að beru brjósti hennar,ákvað hannað lilusta hana á nýjan hátt. Hann tók pappírsörk, vatt hana upp í sivaln- ing, bar annan enda hans að brjósti stúlkunnar, en lagði eyrað að hinum. Brá þá svo við, að hann greindi hjart- slátt sjúklingsins miklu betur en hann hafði nokkurn tíma áður heyrt hjarta slá án lilustunartækis. Þannig, á ofur einfaldan hátt, verða stund-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.