Samtíðin - 01.05.1956, Síða 22

Samtíðin - 01.05.1956, Síða 22
18 SAMTÍÐIN um til uppfinningar, er eiga eftir að valda jafnvel tímamótum í menning- arbaráttu þjóðanna. ÞAÐ VAR árið 1819, sem Laénnec birti uppfyndingu sína í ritgerðar- formi. Hann lýsti sjálfur hlustpíp- unni sem sivalning úr tré. Hún var hálfur annar þumlungur að þvermáli, eitt fet á lengd með þriggja lina viðu gati eftir sívalningnum endilöngum, en það endaði i trektmynduðu opi við annan enda hans. Það var ekki hægt að nota nema annað eyrað i einu, en ekki leið á löngu, þar til á- haldið var endurbætt þannig, að liægt var að hlusta með báðum eyrum i senn. Ritgerð Laénnecs vakti gífurlega athygli í París, en uppfyndingu lians var vel tekið viða um lönd. Hún færði út landmork mannlegrar þekkingar og skóp merk nýyrði, eins og titt er um nýjungar á sviði vísinda og tækni. Til Neckersjúkrahússins, þar sem Laénnec starfaði, tóku að streyma læknanemar frá ýmsum þjóðum, svo mikið orð fór af fyrirlestrum og sj úkdómaskyggni hins snjalla, franska læknis. Mannkostum hans og góðvild i garð fátælcra manna virtust engin takmörk sett, en fyrir allt þetta varð hann brátt geysivinsæll, ekki einungis meðal sjúklinga sinna, lield- ur einnig meðal nemenda og stéttar- hræðra. Laénnec vann merkilegt starf á sviði meinafræðinnar. Atliygli hans heindist mjög að lifrarsjúkdómum, m. a. þeim, er veldur svonefndri gulu, og enn er lifrarsjúkdómur einn við hann kenndur á læknamáli. Það var ekki að undra, þótt hugur þessa hlustunarsérfræðings heindist að lungnaberklum, en viðskipti hans við berklasj úklinga svo og hóflaus á- reynsla leiddi til þess, að hann veikt- ist sjálfur af lungnatæringu, seift þá var imeð réttu talin geigvænlegur sjúkdómur. Varð liann nú að hverfa frá læknisstörfum um hríð og hélt til Rretagne sér til hvíldar og heilsubót- ar. Þeirri hvíld lauk árið 1822, er hon- um var boðið háskólakennaraem- hætti í læknisfræði við Parísarhá- skóla. Var það að maklegleikum, þvi að engum hlandaðist hugur um, að Laénnec væri í röð fremstu lækna Frakldands. Hins vegar átti þessi embættisveiting eftir að verða hon- um að aldurtila. Enda þótt vistin á Bretagne hefði, þegar liér var komið sögu, hresst hann vel, sótti brátt í sama horfið, er á liann hlóðust em- hættisannir og áhyggjur i París. Hann andaðist fjórum áruan seinna úr lungnaberklum, sjúkdómnum, sem hann liafði manna vasklegast barizt gegn og það svo, að vakið hafði athygli um heim allan. Lei'ðsöguma&ur: „Hér er þessi frægi foss, sem ég var að segja ykk- ur frá áðan. Ef þið þagnið andartak, dömur mínar, munuð þið heyra drun- urnar í honum.“ Byggingarvörur og alls konar verk- færi er bezt að kaupa hjá okkur- VERZLUNIN BRYNJA Laugaveg 29. Símar 4160 og 4128.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.