Samtíðin - 01.11.1958, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.11.1958, Blaðsíða 7
9. hefti 25. árg. Mr. 247 Móvember 1958 TÍMARIT TIL SKEMMTUMAR OG FRÓDLEIKS SAMTÍÐIN kemur út mánaðarlega nema í jan. og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurð- ur Skúlason, Reykjavík, sími 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Argjaldið, 55 kr. (erl. 65 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við síðustu áramót. Áskriftargjöld- um veitt móttaka i Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. ístentlinyar þarinast einhut/a farustu VÍÐSÝNUM, frjálshuga mönnum, sem bæði þekkja sögu íslendinga og oft hafa hugsað hingað Iieim frá útlöndum, er tamt að líta á íslenzku þjóðina sem eina, stóra f jölskyldu. í þvi sambandi má benda ú þá athygliverðu staðreynd, að liver ein- asti hreinræktaður, núlifandi íslendingur ffetur rakið ætt sina til sömu foreldranna á 16. og jafnvel 17. öld. Þeir eru allir af þeim komnir. Þetta þykir útlendingum, ekki sízt stórþjóðamönnum, æði ævin- týralegt. Þeir vita raunar fæstir, að Is- lendingar eru til, hvað þá meira mn þjóð- ina, sem endur fyrir löngu skóp eddu- kvæði og sígildar fornsögur. Ein stór fjölskylda, ekki fjölmennari en það, að imnt væri að fá henni bústað við eina götu í erlendri stórborg jafnvel konia henni fyrir i 2—3 skýjakljúfum New York borgar. Svo smá þjóð þarfnast sannarlega einliuga forustumanna og þrá- ir þess háttar forustu tvímælalaust undir niðri. I>að fer ekki vel á því, að forustu- úienn íslenzku stjórnmálaflokkanna á Þjóðarfleyi okkar rói hver öndvert öðrum °g keppist um að rugga bátnum jafnvel svo hastarlega, að sjór gusist inn á bæði borð og hálfblindi fólkið allar stundir. Miðaldra íslendingar minnast í fljótu bragði vart nema tveggja stóratburða, er Þeim auðnaðist að sjá og heyra pólitíska forustumenn sína sameinast einhuga um málstað allrar þjóðarinnar. Annar þess- ara viðburða var skilnaðurinn við Dani og stofnun islenzka lýðveldisins 1944, hinn útifundurinn á Lækjartorgi 4. sept. sl., vegna aðfara Breta innan ísl. land- helgi. Árið 1944 áttu allir íslendingar „eina sál“, og forusta þjóðarinnar var í samræmi við nauðsyn liennar allrar. í sambandi við fundinn 4. sept, sl. gátu öll Reykjavíkurblöðin birt óafskræmdar myndir af ræðumönnum andstöðuflokk- anna, flutt óbrenglaða útdrætti úr ræðimi þeirra, SAGT SATT. Lækjartorg vaið um stund helgur staður, ræðumennirnir allir sannir íslendingar, skörulegir oddvitar þjóðar sinnar óskiptrar, óklofinnar í f jand- samlegar sveitir. En menn eins og Eiríkur Kristófersson skipherra urðu livorki meira né minna en þjóðhetjur. Stundin var sögufræg. En þess á ekki að þurfa, að utanaðkomandi ofbeldi þrýsti ísl; for- ustumönnum saman og kenni þeim að hugsa þjóðrænt, virða einhuga það, sem allri þjóðinni lientar bezt, í stað þess að hugsa stöðugt flokkrænt, þ. e.: livað hentar mér og flokki minimi bezt án til- lits til alþjóðarheillar. Atburðirnir 1944 og 1958 eiga að knýja ísl. þjóðina til að krefjast þjóðstjórnar, er jafnan hafi þarf- ir allrar þjóðarfjölskyldunnar að leiðar- merki. Án slíkrar skipunar verður ávallt örðugt að lifa siðferðilega mannsæmandi lífi hér á landi, enda lilýtur hennar að verða krafizt fyrr eða síðar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.