Samtíðin - 01.11.1958, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.11.1958, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN „Dægurlögin eru rimnalög nutímans64 Samtaí vi tf ^JJaul JJortlh eni iönfluara HAUKUR MORTHENS, öndvegis dægurlagasöngvari okkar, var ný- kominn heim úr 10 vikna söngför um Svíþj óð, þegar við hittum hann á dög- unum. „Komdu blessaður og sæll, Haukur. Hvað segirðu í fréttum úr ferðinni?“ „Allt það bezta. Yið fórum héðan 15. júní, hljómsveit Gunnars Orms- levs og ég, til Svíþjóðar og spiluð- um og sungum samfleytt fram til 1. september, allt sunnan frá Skáni norður í Lappland, en á útleiðinni kom ég við í Khöfn og söng þar 8 lög á Odeon-plötur fyrir Fálkann h.f.“ „Á hvers konar skemmtistöðum unnuð þið í Svíþjóð?“ „1 veitingahúsum og einum nætur- klúbb, en einkum hjá skemmtigörð- unum (Folkparkerna), sem eru geysilega vinsælir útiskemmtistaðir um Svíþjóð þvera og endilanga. Þeir kunnustu eru Skansen í Stokkhólmi og Liseberg í Gautaborg, sem marg- ir Islendingar þekkja.“ „Þú ert ánægður með þessa úti- vist?“ „Já, mjög. Mér likaði ágætlega við Svíana og betur en ég hafði húizt við. Fólk vildi þarna allt fyrir okk- ur gera og virtist stórlirifið af dægur- laga- og jazzmúsik. Það var ánægju- legt að sjá viða gamalt fólk stíga dansspor eftir villtum jazz ekki síð- ur en gömlum og góðum vals.“ HAUKUR MDRTHENS „Og ekki er að efast um vinsældir ylckar félaganna.“ „Þetta var nú eins konar reynslu- för lijá okkur, þar sem þetta er í fyrsta sinn, sem ísl. danshljómsveit fer til að starfa á Norðurlöndum. Og okkur var ágætlega tekið. Ég söng þarna ísl. texta, alveg eins og ég væri að syngja hér heima, og mér fannst í rauninni, að ég væri allan tímann að syngja fyrir fyrir íslenzka áheyr- endur, enda eru Svíar um margt á- þekkir okkur, og auk þess finnst mér fólk nú alls staðar svipað, „hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu“, eins og Tómas skáld komst svo skemmtilega að orði hérna um árið.“ „Satt segir þú, Haukur. En er það

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.