Samtíðin - 01.11.1958, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.11.1958, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 ur Frakklandi, og urðu þeir félagar Þjóðverjum einna hættulegastir allra franskra andspyrnumanna. Af afrek- um skáldsins í sambandi við innrás Bandamanna í Normandi ganga miklar sögur. Hann sprengdi í loft upp heilar járnbrautarlestir fyrir Þjóðverjum, eyðilagði vegi og tafði ásamt fáeinum mönnum framsókn heilla þýzkra vélahersveita. Að lokum var hann hertekinn. Það gerðist með þeim hætti, að hann hljóp út á viðavang fram fyrir hyssukjafta Þjóðverja til að vernda brezka fall- hlífahermenn. Malraux vai'ð auðvit- að fyrir skoti og særðist. Hann var yfirheyrður af Þjóðverja, sem þóttist vera herprestur. Til þess að ganga úr skugga um, livort svo væri, fór Mal- raux að ræða við hann um heilagan Ágústínus. Alger fáfræði Þjóðverjans um kirkjuföðurinn færði Malraux heim sanninn um, að þetta væri alls ekki herprestur, heldur stormsveitar- liðsforingi! En nú var lánið Malraux liliðhollt. Her Bandamanna, sem var á næstu grösum, kom vaðandi, en Þjóðverjar hörfuðu undan og höfðu ekki ráðrúm til að taka fanga með sér. Enda þótt særður væri, tókst Mal- raux þegar á liendur að læðast frá hðinu og sprengja eimreið þýzkrar herflutningalestar i loft upp. Nokkru seinna ba^fundum þeirra de Gaulles saman, og Malraux varð áróðursmálaráðherra hershöfðingj- uns, eins og áður er sagt. Árið 1951, er deGaulle stofnaðistjórnmálaflokk, varð Malraux áróðursstjóri hans. En þennan flokk leysti de Gaulle upp tveim árum seinna. Næstu árin þjónaði Malxaux þeirri æskuhugsjón sinni að semja lista- sögu. Þetta var stórvirki, áformað ein 40 bindi, yfirlit yfir listsköpun aldanna. Malraux heldur því fram, að öll sönn list sé uppreisn gegn hlut- skipti mannsins. Hann leitar í list- inni að framkvæmd þeirra hugsjóna, sem hann átti sér í æsku, barðist fyrir í uppreisnum og styrjöldum: viðleitni mannsins til að beina hæfi- leikum sínum að sköpun sem full- komnastra verka. AMEBlSKUR prófessor komst þannig að orði eftir samtal, sem hann átti við Malraux: „Tilfinningamagn hans er manni næstum ofviða. Ég hélt, að hann mundi springa i loft upp. Augnaráð hans var dapurt og nístandi. Hann horfði ekki framan í þann, sem hann var að tala við. Það var eins og hann talaði að mestu við sjálfan sig. Hann var dáleiddur, með- an hann var að tala.“ Samtöl við Malraux eru venjulega einræður hans sjálfs. Vinur hans seg- ir: „Manni finnst eins og maður sé ekki sjálfur viðstaddur í návist hans. Maður situr í stólnum eins og heili, hugur.“ Málið flæðir eins og óþrotlegur árstraumur af vörum hans. Setning- ar hans og staðhæfingar varða alla framvindu lista, bókmennta og heim- speki aldanna. „Hann er ofjarl minn, hvað skynsemi snertir,“ á André Gide að liafa sagt, en Gide reyndist vinur og föðurlegurverndari Malraux, með- an hann var ungur. Franskur gagn- rýnandi líkti þeim Hemingway og Malraux þannig saman, að sá fyrr- nefndi gæddi söguhetjur sínar lífi,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.