Samtíðin - 01.11.1958, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.11.1958, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRL :::::::::: sögðij: ÞÖRARINN BJÖRNSSON: „Tækn- in, sú hin drembiláta drottniúg nú- tímans, virðist því miður ekki til þess fallin að auka frelsisandann. Það er ekki aðeins, að hún fái valdasjúkum einræðisherrum máttugri tækil til kúgunar, andlegrar og líkamlegrar, en áður hafa þekkzt, heldur stuðlar hún að því að gera hvern einstakling að persónulausu hjóli í vél samfé- lagsins. í hinum frjálsustu þjóðfé- lögum eru hömlur stöðugt að verða meiri og meiri, og jafnframt er kvart- að undan því, að persónuleg ábyrgð- artilfinning fari dvínandi í heimin- um. Utanverðar hömlur koma í stað innri banda. Og er þá ekki þroski mannkynsins í voða? Því að þrosk- inn kemur að innan og aðeins að inn- an. Og allur sannur þroski er sið- ferðilegs eðlis. Persónuleg ábyrgðar- kennd er öllu öðru líklegri1 til að efla þann þroska, nema ef vera skyldi trú- arleg sannfæring, sem því miður er of fáum gefin nú á dögum.“ PlUS PÁFI XI: „Ekkert þjóðskipu- íag mun nokkurn tíma færa mann- kyninu blessun, nema það sé byggt á guðstrú og góðri samvizku.“ BERNARD SHAW: „Mig langar aldrei neitt, því að ég hef alltaf meir en nóg að gera, þar sem ég er.“ SAMI: „Frjálsræði táknar ábyrgð. Þess vegna stendur flestum stuggur af því.“ BUSTER ROTHMAN: „Blindur utaður spyr jörðina með stafnum sín- um.“ MYJAR BÆKUR Þorsteinn Erlingsson: Rit I—III. Ljóð- mæli, sögur og ritgerðir. Tómas Guð- mundsson sá um útgáfuna. 965 bls., íb. kr. 600.00 og 750.00. Anton Mohr: Árni og Berit. III. bindi. Ferðalok. Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku. 180 bls., íb. kr. 55.00. fslenzk frímerki (Catalogue of Icelandic Stamps) 1958. Tekið hefur saman Sig- urður H. Þorsteinsson. 63 bls., ób. kr. 40.00. Þórður Tómasson: Sagnagestur. Þættir og þjóðsögur frá 19. og 20. öld. III. hefti, 158 bls. ób. kr. 45.00. Grace Metalious: Sámsbær. Skáldsaga. Páll Skúlason þýddi. 438 bls., ib. kr. 155.00. Anatole France: Uppreisn englanna. Skáldsaga. Magnús Ásgeirsson þýddi. 252 bls., íb. kr. 145.00. SLoan Wilson: Gráklæddi maðurinn Skáldsaga. 330 bls., íb. kr. 130.00. Saga Snæbjarnar í Hergilsey. Rituð af honum sjálfum. 2. útg. Formáli eftir Sigurð Nordal. 232 bls., íb. kr. 150.00. Eugene A Znosky — Borovsky: Svona á ekki að tefla. 1 bók þessari skýrir höf- undurinn meginhugmyndir manntafls- ins á auðveldan hátt, Formáli eftir Friðrik Ólafsson. Magnús G. Jónsson þýddi. 94. bls., íb. kr. 58.00. Heiðrekur Guðmundsson: Vordraumar og vetrarkvíði. Kvæði. 2. útg. 119 bls., ób. kr. 75.00, ib. kr. 95.00. Agnar Mylde: Frú Lúna i snörunni. Skáldsaga. Jóhannes úr Kötlum þýddi. 507 bls., ób. kr. 155.00, ib. 190.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaupið bækurnar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest. — Sendum gegn póstkröfu um land allt. BÓKAVERZLUN ISAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. Austurstræti 8, Beykjavík. Sími 1-45-27.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.