Samtíðin - 01.11.1958, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.11.1958, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN en sá siðarnefndi léti þær lifa og hugsa. Síðastliðið sumar liafði Malraux fundi með fjölda blaðamanna til að kynna þeim sjónarmið de Gaulles og þótti farast skörulega. Fyrrum sat hann við fótskör hershöfðingjans á þess háttar fundum og þagði að mestu. En Malraux er ekki eðlilegt að þegja á mannfundum. Ef liann neyðist til þess, brýzt taugaóstyrkur hans út. Hann nagar sig þá í fingur- gómana, gramsar i liárinu á sér og grettir sig allt hvað af tekur. Sagt hefur verið, að þögli de Gaulles sé það einkenni, sem Malraux dái mest í fari lians. Hins vegar dáist hers- höfðinginn mest að fljúgandi mælsku skáldsins. Hvað sem því líður, að Malraux sé mesti núlifandi rithöfundur Frakka, er hitt víst, að sjálfur er hann enn þá meiri og furðulegri en skáldrit hans. DRENGUR kom heim með 10 krón- ur, sem móðir hans vissi ekki til, að iiann ætti. „Hvar fékkstu þessar krónur?“ spurði liún. „Hjá honum Svenna.“ „Og fyrir hvað?“ „Fyrir að gera honum mikinn greiða.“ „Hvaða greiða?“ „Hætta að lemja hann i hausinn.“ Raflagnir. — Viðgerðir. Vönduð vinna. — Fljót afgreiðsla. RAFTÆKJAVINNUSTOFA ÞORLÁKS JÓNSSONAR H.F. Grettisfiötu 6. — Sími 14184. Samniny ritfler&a og liL bálmenntaiaga BRÉFASKÚLI SAMTÍÐARINNAR 2. verkefni NÁMSREGLUR: Þetta námskeið i samningu ritgerða og ísl. bókmenntasögu stendur frá 1. okt. 1958 til 1. okt. 1959. Námsgjaldið, 125 kr., greiðist, um leið og menn tilkynna þátttöku sina. 1 því eru innifaldar 2 námsbækur (Kennslubók í ís- lenzku og Nokkrar ritreglur). Fyrir þá, sem eiga bækurnar, er námsgjaldið aðeins 100 kr. Nemendur leysa verkefnin skrif- lega, senda okkur þau til leiðréttingar og fá þau síðan endursend. Menn geta sleppt atriðum úr námsefninu eftir vild. Utaná- skrift okkar er: Bréfaskóli Samtíðarinn- ar, Pósthólf 472, Reykjavík. 2. Ritgerðarefni: Hópferðir Styðjizt, ef ykkur sýnist, við eftir- farandi sjónarmið: a) hvert fara Is- lendingar lielzt hópferðir? b) kostir hópferða, c) gallar þeirra, d) kunn- ingsskapur myndast. Verið gagnorð, Skrifið i hverjá línu á venjulega pappírsörk. Hæfileg rit- gerðarlengd er 4—500 orð. Bókmenntaspurningar Lesið bls. 59—62 i Kennslubók i islenzku og svarið síðan eftirfarandi spurningum: 1. Orti Sæmundur hinn fróði eddukvætHn? — 2. Hver sendi Friðriki 3. Danakonungi mjög dýr- mætt eddukvæðahandrit að gjöf árið 1643? — 3. Hve mörg kvæði eru Hávamál? — 4. Hvaða .stórtíðindi skynjar höfundur Völuspár, að séu í vændum? — 5. Hvaðan bárust sagn- irnar, sem hetjukvæði eddu fjalla um?

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.