Samtíðin - 01.11.1958, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.11.1958, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 1 má, að þar mætist einfaldleiki og við- höfn á miðri leið. Karlmenn skilja ekki, hvernig á því stendur, að kona veit upp á hár: 1) að ekki er nokkurt vit í að treysta konunni, sem hún er að tala við. 2) að önnur kona borgaði nákvæm- lega þetta mikið fyrir samkvæm- iskjól, án þess að lienni væri sagt það. 3) hvernig hver einasta kona í stór- um sal er klædd, án þess að hún virðist veita þvi sérstaka athygli. 4) hvað karlmaðurinn og kvenmað- urinn við næsta borð voru að tala um, án þess að hún heyrði orða- skil. 5) að konurnar tvær, sem hún mætti, hötuðust, þó að þær væru bros- leitar hvor framan í aðra. 6) að maður liennar lieyrði ekki orð af því, sem hún var að segja, enda þótt hann virtist lilusta á hana. ★ Eiginmaður, veiztu, að konan þín eyðir allt að 2.090 hitaeiningum á dag? Hún eyðir 4,2 á minútu, meðan hún er að búa um rúmin, 3,5 við að þurrka af húsgögn- um og 2,5 við matseldina. Iðnaðai’- menn, sem vinna erfiða vinnu, eyða ekki undir 3000 hitaeiningum á dag. "k Hefur ekki frið fyrir honum LlNA skrifar: Einn af vinum VEL KLÆDD kona kaupir hattana í Hattaverzluninni „Hjá Báru“, Austurstræti 14. Sími 15222. mannsins míns, meira að segja sá, sem hann ber mest traust til og er hrifnastur af, er nú byrjaður að draga sig eftir mér. Ég hef engan frið fyrir honum, þegar maðurinn minn er ekki heima. Ég hef sagt hon- um, að mér detti ekki annað í hug en segja manninum mínum frá þess- um ásóknum, ef hann hætti þeim ekki undir eins. En ég er dauðhrædd um, að maðurinn minn komi heim, þegar þessi vinur hans er að flækjast hér og misskilji aðstöðu mína, af því að liann metur þennan mann svo mikils og trúir alveg á liann. En til þess má ég alls ekki liugsa og heldur ekki að verða að afsaka mig út af þeim misskilningi. Ekki get ég flú- ið heimili mitt, í hvert sinn sem þessi „vinur“ kemur, eða látizt ekki vera heima. Góða Freyja, hvað á ég til bragðs að taka? SVAR: Auðvitað er þetta alveg ó- fært ástand, sem þú verður að kippa í lag. Segðu þessum blessuðum „hús- vini“, að þú viljir ekki sjá hann, að minnsta kosti ekki nema maðurinn þinn sé lieima, og sjáðu svo, hvort hann hypjar sig ekki burt. — Þín Freyja. Má hann, en ekki ég? RiÖSA skrifar: Kæra Freyja. Ég leita til þín í vandræðum. Svo er mál með vexti, að við hjónin giftumst mjög ung. Ég var þá innan við tvít- ugt og hann 22 ára. Allt lék í lyndi önnumst allar myndatökur bæði á stofu og í heimahúsum. STUDI0 Laugavegi 30. Sími 19-8-49.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.