Samtíðin - 01.11.1958, Blaðsíða 24

Samtíðin - 01.11.1958, Blaðsíða 24
20 SAMTÍÐIN mannfólkið og valda um leið mikl- um truflunum héðra og þaðra. Enda þótt bókvit og stofuspeki hins aldraða höfundar móti þetta elliverk hans fullmikið, ber ekki að neita hinu, að sviðsetning þess, gamansemi, ádeila og háð er svo markvisst og mennskt, að sagan er enn í gildi. Og Magnús Ásgeirsson átti sér þann fágæta hæfi- leika að ráða við tungumál, sem liann hafði hvorki lært að tala né hugsa á. Hann stóðst þvi þá raun að snara gerningamærð Parísarfagurfræðings- ins á íslenzku, sem vart sést blettur eða hrukka á. Hvað gátu menn ekki í þá daga eftir 10—15 frönskutíma hjá Sigurjóni Markússyni? Pétur G. Guðmundsson fjölritaði „Uppreisn englanna“ 1927 og kostaði útgáfuna. Bókin hefur sennilega selzt fljótt upp, enda um nýstárlega út- gáfu að ræða. Nú hefur Helgafell lát- ið prenta þýðingu Magnúsar óbreytta, og munu margirverða til að styttasér nokkrar kvöldstundir við lestur lienn- ar og njóta um leið andrúmslofts Parísar í grennd við bókakassa vinstri Signubakkans. S. Sk. „Eg er voða hrædd um, að eitthvaS sé að manninum mínum; hann blæs alltaf reyk út um nefið.“ „Það er nú algengt, að menn spúi reyknum út um nefið.“ „Já, lælcnir, en hann reykir ekki.“ Leitið upplýsinga um vátryggingu hjá Nordisk Brandforsikring A/S. Aðalumboð á íslandi, Vesturgötu 7. Reykjavík. Sími 13569. Pósthólf 1013. Höfum ávallt fyrirliggjandi MAX undirföt og náttkjóla. Davíð S. Jónsson & Co. h.f. Heildvcrzlun Þingholtsstræti 18. Reykjavík Sími 24333.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.