Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 10
 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR Gláp í bíó fyrir Ringjara. Við sendum tilboð beint í símann. Tilboð dagsins: Gláp MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út Gildir í dag, miðvikudag E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 5 3 0 50% afsláttur í bíó hjá Senu fyrir 1 Ringjarar fara inn á ring.is og óska eftir að fá MMS með tilboðum send í símann. Ath. Gildir ekki í lúxussal, á íslenskar myndir og myndir sýndar í digital þrívídd. Tilboðið gildir í tilteknum bíóum Senu: Ekkert vesen með afsláttarmiða, þú sýnir bara GSM símann í afgreiðslunni. Bíó á hálfvirði í dag á ring.is Ringjar ar geta sent SM S með textanu m bio í 19 05 og afsl áttarmi ðinn kemur beint í símann Húsfélagaþjónusta - þú sparar þér tíma og fyrirhöfn Nánar á arionbanki.is/husfelag Ekkert mánaðargjald Einföld innheimta Öflugur netbanki Fullkomið rekstraryfirlit Félagatal og greiðslustaða Þinn þjónusturáðgjafi Komdu í viðskipti með húsfélagið þitt. Sendu fyrirspurn á husfelag@arionbanki.is – hringdu í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi. Starfsfólk bankans tekur vel á móti þér og veitir allar nánari upplýsingar. VIÐSKIPTI Mælt á föstu verðlagi jókst velta í dagvöruverslun í desember- mánuði um 1,7 prósent miðað við sama mánuð árið áður. Þetta kemur fram í nýjum tölum Rannsóknaset- urs verslunarinnar á Bifröst. Á breytilegu verðlagi jókst veltan um 9,6 prósent. Verð dagvöru hækkaði um 7,8 prósent á tímabilinu. Aukin velta milli ára er sögð athyglisverð í frétt Rannsóknaset- ursins. „Hér er um raunaukningu að ræða á milli ára því þegar bæði hefur verið tekið tillit til verðlags- breytinga á tímabilinu og leiðrétt fyrir daga- og árstíðabundnum þáttum nam veltuaukningin 3,1 prósenti en slík aukning á milli ára hefur ekki orðið síðan um mitt ár 2008. Þó ber að hafa í huga í þess- um samanburði að jólaverslun í fyrra dróst mikið saman frá fyrri árum.“ Þá kemur fram að áfengissala hafi dregist saman um 2,3 prósent milli desembermánaða 2009 og 2008, en á breytilegu verðlagi jókst veltan um 13,8 prósent. „Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í desem- ber 6,3 prósentum frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 16,5 pró- sent hærra í desember síðastliðn- um en í sama mánuði í fyrra.“ Mesta breyting desembermánað- ar var hins vegar í sölu á raftækj- um, en á föstu verðlagi jókst hún um 15,3 prósent frá sama mánuði í fyrra og um 34 prósent á breyti- legu verðlagi. Verð raftækja hafði á tímabilinu hækkað um 16,2 pró- sent. „Leita þarf aftur til mars 2008 til að finna jafn mikla veltu að raun- virði í raftækjaverslun,“ segir í skýrslu Rannsóknaseturs verslun- arinnar, en jólaverslunin er sögð hafa verið heldur meiri en spáð hafði verið. „Of fljótt er þó um það að segja því mælingar Rannsókna- setursins ná ekki til allrar versl- unar í landinu,“ segir í skýrsl- unni, en vísbendingar sagðar vera um að meira jafnvægi sé að kom- ast á einkaneyslu eftir samdrátt- arskeið sem staðið hafi í meira en ár. „Kaupmáttur mældist samt 7,6 prósent minni fyrstu ellefu mán- uði síðasta árs en á sama tímabili árið áður og raunlækkun varð á greiðslukortanotkun innanlands um 16 prósent.“ olikr@frettabladid.is Sala á raftækjum tók kipp í desember Vísbendingar eru um að meira jafnvægi sé að komast á einkaneyslu eftir meira en árs samdráttarskeið. Nýjar tölur Rannsóknaseturs verslunarinnar sýna að velta dagvöru jókst milli ára í desember. Áfengissala dróst hins vegar saman. Á ÚTSÖLU Í JANÚARBYRJUN Rannsóknasetur verslunarinnar segir greinilegt að landsmenn hafi dregið úr fatakaupum á síðustu tveimur árum. Á föstu verðlagi hafi velta fataverslunar verið rúmum fjórðungi meiri í desember 2007 og skóverslun fimmtungi meiri, en gerðist í desember síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VELTUBREYTINGAR FRÁ FYRRA ÁRI Í DESEMBER Breytilegt verð Fast verð Dagvara 9,6% 1,7% Áfengi 13,8% -2,3% Föt 13,1% -4,5% Skór 22,7% 2,0% Húsgögn 10,7% -1,1% Raftæki 34,0% 15,3% Heimild: Rannsóknasetur verslunarinnar á Bifröst.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.