Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 2010 11 ÍRAN, AP Írönsk stjórnvöld segja Ísrael og Bandaríkin hafa staðið á bak við morð á eðlisfræðingnum Masoud Ali Mohammadi, prófess- or við háskólann í Teheran. Ali Mohammadi var fimmtugur og hafði tekið virkan þátt í mót- mælum gegn stjórnvöldum, sem stúdentar við háskólann hafa verið í forystu fyrir. Hann lét lífið þegar fjarstýrð sprengja sprakk fyrir utan heimili hans í gærmorgun, þegar hann var að leggja af stað í vinnuna. Prófessorinn var á lista yfir 240 stuðningsmenn stjórnarand- stöðuleiðtogans Mirs Hosseins Moussavi, sem bauð sig fram gegn forseta Írans, Mahmoud Ahmad- inedjad, í forsetakosningunum í sumar. Moussavi var úrskurðaður sig- urvegari, en stjórnarandstæðing- ar saka stjórnina um að hafa hag- rætt úrslitum kosninganna. Óvenju fjölmenn og langvarandi mótmæli hafa síðan verið áberandi í Íran, þar sem fáir höfðu áður þorað að standa uppi í hárinu á stjórnvöld- um. Ali Mohammad var kjarneðlis- fræðingur, en árið 2007 lét annar íranskur kjarneðlisfræðingur lífið af völdum gaseitrunar. Ali Shirzadian, talsmaður kjarn- orkustofnunar Írans, segir að Ali Mohammed hafi engan þátt tekið í kjarnorkuáformum landsins. - gb Íranskur kjarneðlisfræðingur myrtur fyrir utan heimili sitt í Teheran: Ísrael og Bandaríkin ásökuð MASOUD ALI MOHAMMADI Var í hópi stjórnarandstæðinga sem mótmælt hafa síðustu mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BORGARBYGGÐ Nýr meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er tekinn við í Borgarbyggð. Lýkur þar með óvissu í stjórn sveit- arfélagsins, en 30. desember sprakk meiri- hluti allra flokka, ekki síst vegna deilna um skólamál. Frá þessu er greint í Skessuhorni. Flokkarn- ir eiga saman sex fulltrúa af níu í bæjarstjórn. Björn Bjarki Þor- steinsson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins, verður forseti sveitar- stjórnar og Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti Framsóknarflokks, for- maður byggðaráðs. Páll S. Brynj- arsson gegnir áfram starfi sveitar- stjóra. - kóp Sveitarstjórn Borgarbyggðar: Meirihluti B og D tekinn við PÁLL S. BRYNJARSSON EFNAHAGSMÁL Heildarútlán Íbúða- lánasjóðs allt síðasta ár námu rétt rúmum 30 milljörðum króna, 52 prósentum minna en á árinu 2008 þegar útlán námu rúmum 64 milljörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sjóðsins í gær. Heildarútlán í desember námu 2,1 milljarði króna, lækkuðu um 14 prósent frá fyrra mánuði. Af útlánum sjóðsins í desember voru tæpar 1.500 milljónir króna vegna almennra útlána og rúmar 600 milljónir vegna annarra lána. „Meðalútlán almennra lána voru um 8,8 milljónir króna í desember, sem er lækkun um tvö prósent frá fyrra mánuði,“ segir í tilkynningunni. - óká Útlán Íbúðalánasjóðs 2009: Helmingi minna lánað en ári fyrr Í BYGGINGU Árið 2009 bárust Íbúðalána- sjóði 3.320 umsóknir vegna greiðslu- erfiðleika, 42 prósentum fleiri en 2008, samkvæmt mánaðarskýrslu sjóðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMGÖNGUR Tveir fjögurra bíla árekstrar urðu nánast á sama tíma með um hundrað metra millibili í og við Ártúnsbrekku í Reykjavík rétt eftir klukkan átta í gærmorg- un. Enginn slasaðist en óhöpp- in urðu í hægri morgunumferð. Bílarnir voru allir á vesturleið. Annar var í Ártúnsbrekkunni miðri á miðjuakrein. Þar höfðu þrír lent í aftanákeyrslu og ekið hafði verið utan í einn bíl á vinstri akrein. Áreksturinn neðan við brekk- una, um 100 metra frá hinum, varð á hægri akrein. Ekið hafði verið aftan á einn bíl og tveir fylgdu í kjölfarið, hver aftan á annan. - óká Morgunumferðin í Reykjavík: Tveir fjögurra bíla árekstrar LÖGREGLUMÁL Karlmaður sem handtekinn var á Akranesi um helgina með skammbyssu í buxna- streng kvaðst hafa fundið hana í ruslagámi, stungið henni í streng- inn og gleymt henni. Um eftir- líkingu af skammbyssu reyndist vera að ræða. Aðfaranótt sunnudagsins barst lögreglu tilkynning frá skemmti- staðnum Breiðinni um mann sem væri þar með skammbyssu í buxnastrengnum. Óskað var eftir aðstoð frá sérsveit Ríkislögreglu- stjóra til að handtaka manninn. Hann hafði þó áður en til aðgerða kom afhent dyraverði byssuna og hníf sem hann var með á sér. - jss Handtekinn á Akranesi: Gleymdi byssu í buxnastreng Nefbraut mann á Lundanum Ráðist var á karlmann á fimmtugs- aldri á veitingastaðnum Lundanum í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Hann nefbrotnaði. Árásarmaðurinn var handtekinn og viðurkenndi hann árásina. LÖGREGLUMÁL Rússneskum rúblum stolið Lögreglu í Vestmannaeyjum var til- kynnt aðfaranótt 4. janúar að ungling- ur á aldrinum 14 til 16 ára, klæddur í dökka hettupeysu væri að gramsa í bíl í bænum. Stolið var rússneskum rúblum að verðmæti fimm til tíu þúsund krónur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.