Fréttablaðið - 13.01.2010, Síða 25

Fréttablaðið - 13.01.2010, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 2010 21 „Þetta verður æðislega gaman,“ segir tónlistarmaðurinn KK sem heldur tvenna tónleika á Café Ros- enberg dagana 28. og 29. janúar. Á efnisskránni verða fyrstu tvær plötur KK, Lucky One og Bein leið, og með KK á sviðinu verða þeir tónlistarmenn sem spiluðu með honum á plötunum. „Það er ofsalega gaman að geta gert þetta með alla „orginal“ karlana með,“ segir KK. Lögin á plötunum verða spiluð í réttri röð. Byrjað verður á titillag- inu Lucky One og svo heldur hver slagarinn áfram á fætur öðrum. Lucky One kom út árið 1991 og Bein leið árið eftir og með þeim stimplaði KK sig inn í íslenskt tónlistarlíf svo um munaði. Báðar plöturnar nutu mikilla vinsælda og til að mynda voru þær báðar ofar- lega í valinu á hundrað bestu plöt- um Íslandssögunnar. Fyrst stíga á svið með KK á tón- leikunum þau Eyþór Gunnarsson, Þorleifur Guðjónsson, Ellen Kristj- ánsdóttir, Matthías Hemstock og Stefán Magnússon, sem komu öll við sögu á Lucky One. Næstir á svið verða síðan Þorleifur Guð- jónsson, Kormákur Geirharðsson og Jakob Frímann Magnússon, sem spiluðu undir á Beinni leið. Jakob var þá menningarfulltrúi í London en ferðaðist til Wales til að aðstoða við upptökurnar. Tónleikarnir hefjast kl. 21 bæði kvöldin og er miðasalan hafin á síðunni Grapewire.is. - fb KK endurvekur gamla stemningu KK Kristján Kristjánsson heldur tvenna tónleika á Café Rosenberg 28. og 29. janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hljómsveitin Leaves spilar á sínum fyrstu tónleikum í Bret- landi í fimm ár á fimmtudaginn í næstu viku. Þá verður haldið nor- rænt tónleikakvöld á staðnum The Lexington undir yfirskriftinni Ja Ja Ja. Þar munu einnig koma fram Sudden Weather Change og norska sveitin Simon Says No! Þetta verða einnig fyrstu tónleikar Leaves erlendis í þrjú ár, eða síðan sveit- in spilaði í Litháen árið 2007. Söngvarinn Arnar Guðjónsson hlakkar mikið til að komast loks- ins út. „Algjörlega. Sérstaklega núna þegar það er svona rafmagn- að andrúmsloft í Bretlandi. Þetta gæti ekki verið betra,“ segir hann og á þar að sjálfsögðu við Icesave- deiluna. - fb Fimm ára bið á enda LEAVES Hljómsveitin Leaves heldur sína fyrstu tónleika í Bretlandi í fimm ár í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ST O FA 5 3 Mennta- og menningarmálaráðuneytið með Vísinda- og tækniráði og Rannsóknastofu um háskóla stendur fyrir málfundum um framtíð háskóla og rannsókna. Markmiðið er að vinna að sameiginlegum skilningi á aðstæðum háskóla og rannsóknastofnana í samfélagi okkar og móta sýn um uppbyggingu og samstarf menntunar og rannsókna í landinu. Gæði og fjármögnun rannsókna Fundarstjóri Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs Dagskrá: Stefna Vísinda- og tækniráðs 2010 til 2012 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Gæðamat á vísindastarfi skóla, deilda og einstaklinga og tengsl þess við fjárveitingar Karl Tryggvason, yfi rmaður rannsókna við Karolinska Institutet Gæði - eiginleiki, ferli eða afrakstur? Allyson Macdonald, prófessor við Háskóla Íslands Hafrannsóknir í þágu þjóðar Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar Boðið verður upp á léttar veitingar. Næsti málfundur: Fjármögnun háskólastofnana verður föstudaginn 22. janúar kl. 13-16 í Norræna húsinu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið Föstudaginn 15. janúar kl. 13 - 16 í Norræna húsinu Málfundir... ...um háskólamál og rannsóknir „T op pu r“ e r sk rá se tt vö ru m er ki í ei gu T he C oc a- C ol a C om pa ny . © 2 01 0 Th e C oc a- C ol a C om pa ny . VIÐ GER UM Ý MISLEG T TIL AÐ LÍTA BETUR Ú T, BER UM Á OK KUR AL LSKYNS KREM OG REY NUM AÐ R ÆKTA L ÍKAMA OKKAR. MAR GIR G LEYMA Þ VÍ HINS VEGAR AÐ FEG URÐI N KEMUR INNAN FRÁ OG V ANRÆK JA SÍNA INNRI FEGURÐ. ÞAR KEMU R TOPPUR TIL SÖGUNNAR. TOPPU R SLEKKUR NEFNILEGA EKKI AÐEINS ÞORSTANN HELDUR NÆRI R HANN EINNIG ÞÍNA INNRI FEGURÐPÆLDU Í ÞVÍ. HVAÐA VATN ERT ÞÚ AÐ DREKKA?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.